26. júní 2003  #
Martha, meet Frank, Daniel, Laurence and Harry Potter

Mamma og Haukur litu við í kvöld og löguðu tenginguna á lampanum frá Ömmu Dídí. Þetta er svaka sniðugur lampi sem kveikt er á með snertingu og hefur þrjár mismunandi ljósastillingar. Ég efast samt um að peran endist lengi, því það er svo ofsalega skemmtilegt að pota í lampann til að slökkva og kveikja og breyta um ljósastillingar ;)

Tengdapabbi leit svo við um það leyti sem ég var á leiðinni til Elísabetar svo ég náði lítið að spjalla við hann.

Við Elísabet horfðum saman á Martha, meet Frank, Daniel and Laurence á DVD. Alltaf jafnyndisleg mynd og alltaf jafngaman að hitta Elísabet :)

Þegar ég kom heim sagði Jói mér að Harry Potter hefði komið meðan ég var í burtu. Eins gott að Unnsteinn reddaði bókinni fyrir mig um síðustu helgi, ég væri löngu komin með slag af taugaspenningi ef ég hefði átt að bíða eftir að Amazon-eintakið kæmi! Það var lítið mál að finna kaupanda að seinna eintakinu svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að sitja uppi með tvö eintök :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum