|
27. janúar 2003 # Flökkusögur í fluggír Fór í hádeginu í dag og hlýddi á ráðagerð skemmtinefndarinnar. Þau komu með skemmtilega hugmynd sem verður pottþétt gaman að framkvæma. Æfingar hefjast um helgina enda ekki seinna vænna þar sem árshátíðin er eftir aðeins 24 daga. Kristján kom á skemmtinefndarfundinn til að minna á fyrirlestur VR á Framadögum sem standa yfir núna. Þeim fyrirlestri var frestað lítillega svo við sem vorum á skemmtinefndarfundinum gætum mætt. Við Berglind kunnum því eiginlega ekki við annað en að mæta og drifum okkur yfir í Bratta til að hlýða á fyrirlesturinn. Þegar þangað var komið sáum við að við tvær skipuðum helming áheyrendahópsins, hinn helmingurinn voru Kristján og Gunni. Frekar vandræðalegt...ég get ekki sagt annað. En maðurinn og konan frá VR, sem voru tilbúin með PowerPoint show og önnur gögn létu þetta ekkert á sig fá og gáfu okkur fjórum bara styttri útgáfu af fyrirlestrinum. Leikfimitími nr. tvö gekk þó nokkuð betur en nr. eitt að mínu mati - enda yours truly búin að kaupa sín eigin lóð í Europris og gleymdi ekki að taka með sér vatn í þetta skiptið ;) Þó nokkur fjölgun í hópnum síðan síðast og var ég ekki lengur ein í yngsta flokknum. Fékk e-mail í morgun þar sem varað er við boltalöndum MacDonalds vegna stráks sem á að hafa dáið eftir að hafa stungið sig á sprautunál í einu slíku boltalandi. Þó leiksvæði á skyndibitastöðum séu augljóslega ekki alltaf þau hreinustu eða öruggustu þá er þessi tiltekna saga, ásamt annarri svipaðri sem tengist skröltormum, sem betur fer ekki sönn.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!