27. maí 2003  #
Gestur í aftursætinu og vafasamt grillveður

Mér varð litið í baksýnisspegilinn á Hafnarfjarðarveginum á leiðinni heim úr vinnu og var nokkuð brugðið þegar ég sá ókunnan mann sitja í aftursætinu á bílnum mínum. En þegar ég gáði betur áttaði ég mig á að hann sat ekki í aftursætinu hjá mér heldur í sínum eigin dýra og flotta jeppa sem hann hélt klesstum upp við afturendann á mínum bíl. Ég gat talið skeggbroddana á höku mannsins. Um leið og tækifæri gafst smeygði hann sér fram úr og hvarf úr augsýn á a.m.k. 100 km hraða (hámarkshraðinn þarna er 70 km). Hvar var lögreglan?

Þar sem lambakjötsneiðarnar okkar áttu að renna út í dag ákváðum við Jói að losa grillið úr vetrarbúningnum. Reyndar truflaði það mig lítið eitt að fyrsta grillskipti sumarsins yrði undir skýjuðum himni og smávegis rigningu en ákvað að láta mig hafa það. Grilláformin fuku þó bókstaflega út í veður og vind þegar haglélið buldi á þakinu. Lambasneiðarnar enduðu inni í bakarofni og voru ekkert verri fyrir vikið. Grillið bíður betra sumarveðurs.

Jói með góðar fréttir af lokaverkefninu :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum