28. maí 2003  #
Vorskóli og stuðboltastelpur

Tók á móti "krökkunum mínum" milli kl. 13 og 15 í Hlíðaskóla í dag :)
Reyndar er ekki búið að skipta í bekki svo ég veit ekki hvaða börn lenda akkúrat í mínum bekk...en það er sama :) Þeim verður skipt í þrjá bekki í haust en í dag vorum við með þau í tveimur hópum, Kristín samkennari minn og ég með annan hópinn en Helga samkennari minn og Hilda deildarstjóri með hinn (Helga og Hilda...einhvers staðar hef ég heyrt þá samsetningu áður hehe). Prógramið var frekar stíft, við fórum á bókasafnið þar sem krakkarnir heyrðu sögu af Sæmundi fróða, fórum í heimilisfræðistofuna þar sem þau fengu grænmeti og djús, fórum í tónmenntastofuna þar sem þau sungu um Jón bónda og vorum inni í kennslustofu þar sem við lásum fyrir þau ævintýri og þau borðuðu nesti. Já, og ekki má gleyma frímínútunum - þær slógu sko alveg í gegn :)
Ég hlakka mikið til í haust, þetta verður alveg ofsalega skemmtilegt!
Strembið...en skemmtilegt :)

Aumingja Jói minn er að kafna úr kvefi og lasleika :( en horfði samt með mér á video :) Fyrr í kvöld horfðum við á Powerpuff-myndina. Hún var nokkuð skemmtileg og margir góðir brandarar í henni. Við ætluðum á hana (og einnig myndina um Steve Irwin krókódílamann) í bíó en vorum illa svikin þar sem hún (líkt og myndin um Steve Irwin krókódílamann) kom aldrei í bíó! Svo við þurfum að reiða okkur á myndbandstækið til að sjá þessar hetjur okkar af breiðbandinu í fullri bíómyndalengd.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum