28. júlí 2003  #
Gestakomur og ritsnillingur

Ég fékk óvænta gesti í kvöld :) Sigrún og Ella litu í heimsókn og sátu góða stund að spjalla. Ella var að líta Betraból augum í fyrsta sinn en Sigrún hefur nú komið þó nokkrum sinnum áður.
Í gær fengum við einnig gesti en þá litu Örn, Regína og Daníel Helgi við á leiðinni heim af fótboltaleik.
Alltaf gaman þegar góða gesti ber að garði.

Tók The Roald Dahl Treasury á bókasafninu um daginn og hef verið að glugga í hana öðru hvoru. Bókin inniheldur útdrætti úr flestum barnasögum þessa merka rithöfundar og einnig nokkur kvæði. Nú langar mig virkilega að nálgast allar bækurnar hans í heild sinni og gleypa þær í mig. Ég á safnið með fullorðinssmásögunum hans sem allar hafa yndislega illkvittnislegan endi sem kemur manni alltaf á óvart. Já, Roald Dahl var sannarlega snillingur sem kunni að skrifa fyrir bæði börn og fullorðna.

Við Broom-Hilda eigum greinilega ýmislegt sameiginlegt...


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
30. júlí 2003 00:15:46
BroomHilda
sammála! eina sem ég kvíði í kennslunni í vetur er að vakna við vekjaraklukkuna! kossar og knús,
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum