3. nóvember 2003  #
Saumó og UFO

Jæja, þá er ég komin heim úr saumaklúbbnum, mett og sælleg :) Ég missti af síðasta klúbbi svo það var alveg kominn tími á þetta! Ofsa góðar veitingar í boði eins og alltaf. Berglind kveikti svo hjá mér löngun til að lífga upp á sótastrímtækið mitt, hún var með ískalt sódavatn með sítrónu. Ég fer beint á morgun og kaupi nýtt gashylki í tækið mitt!
Það mætti einn karlmaður í klúbbinn í þetta skiptið. Við erum svo óvanar því að við þurftum allar að fá að taka hann í fangið og faðma hann að okkur. Hann kvartaði lítið yfir því svo lengi sem hann fékk að fara inn á milli til mömmu sinnar.

Það er eitt sem mig langar að vita, sá einhver fljúgandi furðuhlutinn sem sveif yfir Reykjavík í dag? Við Jói fylgdumst með hvítu striki ferðast þvert yfir himininn og getum ekki ímyndað okkur hvað í ósköpunum þetta var... Ættum við að hafa samband við Mel Gibson, hann er náttúrulega í æfingu við að kljást við skrýtnar geimverur...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
4. nóvember 2003 10:55:35
Var þetta í kringum 17:30? Var að keyra Arnarnes hæðina í leið í Garðabæ, sá einhver furðuljós á lofti hélt að einhver hefði skotið upp neyðarblysum eða einhvað.
Þetta lagði gua í belginn
4. nóvember 2003 16:56:27
Loftsteinn?
Jú, jú, tímasetningin passar. Ég bjallaði í Veðurstofuna og þeir sögðu mér að miðað við lýsingarnar þá hefði þetta líkast til verið loftsteinn.
Held samt að við ættum að sækja Mel Gibson...svona til öryggis! ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum