3. ágúst 2003  #
Sælingjalegur sólardagur

Langur dagur í dag. Langur þar sem hann byrjaði kl. hálfátta þegar við Jói gátum ekki sofið lengur sökum óbærilegs hita í vinnu-/gestaherberginu og ákváðum bara að fara á fætur. Þó ég sé nú lítið fyrir að liggja í sólbaði lét ég mig samt hafa það þar sem Ísland býður vanalega ekki upp á svo mörg tækifæri til að njóta sólar. Þannig að ég sat og las í dágóða stund þangað til við systurnar ákváðum að stinga okkur til sunds ásamt Karlottu og Oddi. Reyndar voru það aðallega Guðbjörg og Karlotta sem syntu, móðirin í djúpu lauginni meðan dóttirin kafaði eins og selur í grunnu lauginni. Við Oddur gerðum lítið af því að synda. En við fórum í stóru rennibrautinni, rétt eins og Karlotta. Held reyndar að Oddi hafi ekkert litist á hvað þessi gamla frænka hans renndi sér hægt niður með hann í fanginu, hann reyndi alla vega sitt besta til að ýta okkur hraðar áfram... ;)

Eftir sundið lá leiðin í sumarbústað Eddu og Jonna þar sem börn og fullorðnir nutu sólarinnar til fullnustu. Ég æfði mig fyrir kennsluna í haust með því að halda barnaskaranum í skefjum með "Jósep segir" (frábær leikur til að ná tökum á liðinu - mæli með honum :) ). Ég held ég sé loksins búin að ná sæmilegum tökum á stafrænu myndavélinni, er farin að ná að láta hana smella af þegar ég vil, en ekki klukkutíma síðar eins og raunin hefur verið hingað til...

Það var enn sól og blíða þegar við Jói keyrðum heim til Reykjavíkur en ég missti reyndar af hluta góðviðrisins þar sem ég sofnaði um það leyti sem við fórum framhjá Litlu kaffistofunni... held ég... Enda langur dagur eins og ég nefndi í upphafi þessarar færslu.

Er svo búin að eyða kvöldinu í ömurlegustu Johönnu Lindsey bók sem ég hef komist yfir. Ég hef hingað til verið heitur aðdáandi bókanna hennar (enda algjör sucker fyrir "Fabio-bókum" hehe) en váá, hvað þessi var léleg! Úff! Vildi óska að ég hefði fremur eytt kvöldinu í annað...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum