30. nóvember 2003  #
Smákökur, smátiltekt og smáheimsókn

Himinninn var fallegur í morgun þegar ég var á leiðinni í sörubaksturinn. Ég mátti til með að stoppa bílinn og taka þessar myndir. Gaman að fyrsti sunnudagurinn í aðventunni skuli vera svona fallegur. Vona að það þýði að desember verði allur fallegur :)

Sörubaksturinn gekk vel og ég kom heim með tæplega 70 fallegar (og góðar :p nammi namm) sörur. Sniðugt að geta bakað þessar flóknu smákökur undir handleiðslu heimilisfræðikennara (og fleiri kennara) í rúmgóðri heimilisfræðistofunni. Efast um að sörurnar hefðu heppnast jafnvel ef ég hefði ætlað að baka þær hjálparlaust í pínulitla eldhúsinu mínum. Björn, fyrrum smíðakennari, var glæsilegastur í bakstrinum, ekki amalegt að hafa svona flottan herramann með í fjörinu.

Betraból fékk síðan smá dekur eftir að ég kom heim. Við Jói dunduðum okkur við að taka til og snurfusa. Ég náði reyndar ekki að setja upp jólaseríurnar eins og ég hafði ætlað mér en aðventuljósin eru komin upp :)

Í kvöld bakaði ég svo tvöfalda uppskrift af Geirakökunum til að hafa með mér í D-bekkjarsaumaklúbbinn í vikunni. Bjarni og Unnur litu við meðan á bakstrinum stóð og smökkuðu afraksturinn af fyrstu bökunarplötunni.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum