|
30. ágúst 2003 # Vinnusemin að drepa mann ;) Það gekk erfiðlega í fyrstu að sofa út í morgun eins og við höfðum planað, ég vaknaði um níuleytið og leið alls ekki nógu vel. En við kúrðum áfram og ég náði að sofna aftur og fór fram úr kl. ellefu við aðeins betri líðan. Um eittleytið fór ég upp í skóla þar sem ég var til kl. fimm að föndra fyrir skólastarfið og fara yfir það í rólegheitum hvað þarf að gera fyrir stofuna mína. Fer líklega aftur á morgun með tusku í hönd og reyni a.m.k. að þrífa skúffurnar sem krakkarnir eiga að nota í vetur. Einhver myndi kannski vilja nýta skítinn á skúffunum til að láta nemendur æfa sig að skrifa stafi á fjölbreyttan efnivið...en ekki ég ;) Á leiðinni heim verðlaunaði ég mig fyrir dugnaðinn með því að kaupa gömlu góðu Police Academy á DVD í Videohöllinni þar sem hún kostar aðeins 1.190 kr. Já, þetta er víst eina borgunin fyrir annars óborgaða yfirvinnu dagsins, svona er að vera kennari ;) Horfði svo á gersemina í kvöld og komst að því að hún er enn jafnskemmtileg. Nú langar mig einnig til að rifja upp hinar "pólísakademí"-myndirnar. Efast samt um að ég kaupi þær...nóg að eiga þessa fyrstu. Þegar ég fór svo niður að taka úr þvottavélinni eftir að nostalgíu-glápinu lauk, rak ég augun í dauðan geitung í kjallarastiganum. Tók hann að sjálfsögðu með mér upp og skellti í litla boxið hjá uppþornuðu randaflugunni minni. Náttúrufræðisafnið mitt inniheldur nú eina randaflugu og einn geitung :) Verst að köngulóin skuli hafa sloppið í vetur... En hvernig er það, þarf maður ekki að geyma þessi dýrasýnishorn í einhverju efni svo þau geymist sæmilega lengi? Randaflugan er reyndar orðin ársgömul held ég og virðist enn vera í ágætis lagi (reyndar frekar samanhnipruð). Einhver með góð ráð? :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!