|
5. október 2003 # Hmmm...planið fyrir daginn gekk reyndar ekki alveg eftir. Ég byrjaði á að fara inn í Kringlu til að kaupa krem undir meikið mitt, bökunarform fyrir kryddbrauðið og kíkja í nokkrar búðir. Komst að því í Body Shop að ég gleymdi kortaveskinu heima. Átti sem betur fer nóg klink fyrir kreminu en þurfti að fara heim aftur og sækja veskið til að geta lokið við útréttingarleiðangurinn. Í kaffitímanum bauð tengdapabbi svo í afmælisvöfflur (Daði átti afmæli á föstudaginn) svo við höfðum það bara kósí þar seinni partinn í dag. Ég reyndi samt að vera smá dugleg í kvöld, gerði eldhúsið sæmilega fínt og hreinsaði efsta lagið af skrifborðinu mínu. Afgangurinn af skrifborðsdraslinu og kryddbrauðið verða bara að bíða betri tíma :) Reykjavík - Selfoss - Reykjavík Eftir kennslu á föstudeginum flýtti ég mér beint upp í Kennó til að taka þátt í pallborðsumræðum. Eitthvað held ég að taugarnar í mér séu að róast svona á efri árum ;) alla vega var ég ekkert alltof stressuð þó að í salnum væru ca. 120 manns að hlusta á blaðrið í mér. Gaman að fá að standa einu sinni bak við púltið og láta hina hlusta á sig heldur en að sitja úti í sal ;) hehe En þetta gekk sem sagt bara vel og ég fékk þó nokkuð lof fyrir :) Tveimur tímum síðar sat ég svo í rútunni á leiðinni á Selfoss og tók sú ferð aðeins lengri tíma en ég bjóst við enda var stoppað á öllum mögulegum stöðum á leiðinni. Það getur stundum tekið á að fara með rútunni... Um kvöldið fórum við mamma svo út að borða á Steikhúsinu þar sem við fengum svo ljúffengan mat að maður tímdi eiginlega ekki að borða hann. Grillaðar kjúklingabringur með sítrónu og coriandersósu, léttsteikt grænmeti og væn bökunarkartafla með sýrðum rjóma. Mmmmmmm :) Þjónustan var líka frábær, enda ekki við öðru að búast! ;) Við héldum svo áfram í sukkinu, keyptum okkur ís og camembert og fórum heim í Sóltúnið að scrabbla. Á laugardeginum fórum við Guðbjörg í leiðangur, kíktum í mjólkurbúðina (eins og Helga segir alltaf ;) hehe), fórum í (Sól)Vallaskóla og ég fékk að skoða stofuna hennar og loks kíktum við í Lindina góðu þar sem við fundum reyndar engin girnileg föt. Um kvöldið vorum við svo allar að fara á djammið; mamma á árshátíð ALCAN með Hauki, systir mín í óvissuferð með Vallaskóla og ég í partý til Báru. Þannig að ég fékk bara far í bæinn með mömmu. Það var mjög huggulegt í partýinu hjá Báru þar sem við vorum 5 saman komin; Halla, Lena, Assi, Bára og ég. Það var alveg kominn tími til að maður sæi íbúðina hennar Báru, ég hef hingað til ekki komist þegar hún hefur haldið partý eða klúbb. Ég var samt fyrst að fara, var í rauninni ekki í miklu djammstuði og þó nokkuð þreytt eftir vikuna. En eitthvað brást planið og ég fór ekki að sofa á mínu græna eyra þegar ég kom heim fyrir miðnætti. Við Jói freistuðumst til að horfa á Johnny English. Rowan Atkinson sló í gegn eins og vanalega. Stórskemmtileg dellumynd! :) Í dag, sunnudag, er svo planið að sýna einhvern myndarskap, grafa skrifborðið mitt upp úr almennu drasli og sinna öðrum heimilisstörfum. Kannski ég taki mig meira að segja til og baki kryddbrauðið sem ég mundi loks að fá uppskriftina að. Já, og svo ætla ég að hafa það smá huggulegt líka, maður verður nú að fá að sýna einhverja leti á sunnudögum! ;) Leggja orð í belg 1 hefur lagt orð í belg 7. október 2003 21:36:31 Stolt af þér! já alltaf! Heyrðu vááááá! ég er ekkert smá stolt af þér, ha? hvernig kom það til að þú varst pallaumræðuborðskona? :o) var ekki bara gaman? ég hefði viljað vera fluga á vegg .. soldið stór fluga ég er búin að borða afmælismat og kökur í svona sirka fjóra daga!!! Saknaðarkveðjur, Afmælisstúlkan í sveitinni!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!