5. nóvember 2003  #
Kynjarugl og rafmagnsleysi

Á kennarastofunni í dag biðu bunkar af blöðum sem við áttum að dreifa til nemenda ..þ.e.a.s. ekki allra nemenda heldur aðeins helmings þeirra. Annað kynið átti að fá blöð en hitt ekki. Þetta var skemmtileg og flott glanspappírsmynd af íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem allir hefðu haft gaman af að fá, ekki bara stelpurnar í bekknum. Svo ég sleppi þessu bara og ég ætla ekki að dreifa blöðunum. Ég sé fyrir mér viðbrögðin sem hefðu komið ef þetta hefði verið mynd af karlalandsliðinu og ég hefði bara átt að dreifa henni til strákanna. Þá hefði þetta verið álitið gróft ójafnrétti. Af hverju er þetta eitthvað öðruvísi þegar dæmið snýst við? Þar fyrir utan þá er þetta einnig bílaauglýsing og ég sé mig ekkert sérstaklega knúna til að annast dreifingu á ókeypis auglýsingapésum.

Í tölvutímanum í dag lærðum við að það þarf rafmagn til að geta unnið í tölvum (og þá er ekki átt við fartölvur). Við lærðum það með "hands-on"nálgun.... Meðan við sátum í myrkrinu kenndi ofurtölvukennarinn okkur síðan skemmtilegt lag, þannig að við lærðum nú ýmislegt! :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
6. nóvember 2003 17:29:42
Sammála. Fáránlegt að dreifa einhverju bara á eitt kynið í skólanum. Mér finnst reyndar að það ætti að vera vinnuregla í skóla að sortera ekki út nemendur í sama hóp sem einhverja markhópa. það hefði verið sniðugra bara að dreifa til þeirra sem vilja.
Þetta lagði Salvör í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum