|
5. desember 2003 # Skemmtilegir dagar Eftir stigsfundinn á miðvikudaginn var Miller á Kaffi Nauthóli. Það var ótrúlega kósí að sitja þar inni í hlýjunni og drekka heitt súkkulaði meðan rigning og rok reyndu að rífa kofann frá jörðu. Í gær var síðan D-bekkjarsaumaklúbbur hjá Herborgu. Alveg ágæt mæting og við hefðum getað setið mun lengur og kjaftað en það var skóli í morgun svo við reyndum að sýna smá skynsemi. En bara smá... ;) Og talandi um skólann í morgun, það beið mín óvænt ánægja þegar ég kom niður af kennarastofunni í síðustu frímínútunum í dag. Þrír krakkar fengu að vera inni sökum veikinda og meiðsla og þegar ég kom niður komst ég að því að þau höfðu gengið frá öllum klessulitunum og blöðunum. sem ekki hafði gefist tími til að ganga frá áður en bekkurinn fór í matsalinn. Og í þessum síðasta tíma fá þau vanalega að vinna nokkuð frjálst við að kubba, spila, lesa, teikna o.s.frv. en þessi þrjú ásamt þremur öðrum sem bættust í hópinn höfðu miklu meiri áhuga á að þrífa klessulitaförin af öllum borðunum og sópa gólfið. Þvílíkur munur að vera með svona duglega krakka :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Duglegir nemendur!
Já, mér finnst þetta vera duglegir sex ára nemendur að finna þetta upp hjá sjálfum sér og framkvæma það. Þetta segir mér líka að þú hefur náð vel til þeirra og ert góður kennari. Gangi þér vel og farðu vel með þig! Kveðja, Anna Sigga
Þetta lagði Anna í belginn