5. ágúst 2003  #
Stöðumælar og bókahlaðborð í kartöflugarðinum heima

Var að vinna til kl. tvö í dag og svo skemmtilega vildi til að mamma var í bænum að láta sér leiðast svo við skruppum saman á Laugaveginn og svo inn í Kringlu. Hefðum kannski verið lengur á Laugaveginum ef við hefðum getað verið löglegar og borgað í stöðumæli en hvorug okkar var með klink á sér. Væri það mjög flókið að setja fítus í stöðumælaboxin þar sem maður getur valið um að borga með debetkorti? Þá er ég að meina boxin þar sem maður fær miða til að setja í bílinn, ekki gömlu "snúningsmælana" sem þarf reyndar ekkert að snúa lengur...

Fór einnig á Aðalbókasafnið í Grófarhúsinu til að skila bókum og kom út með 20 bækur. Þar á meðal voru nokkrar sniðugar bækur sem gætu nýst fyrir kennsluna í haust. Held það sé kominn tími til að maður setji sig í gír fyrir veturinn...

Mikið innilega er ég sammála mömmu með Árna Johnsen! Ég held að maðurinn sé ekki alveg að gera sér grein fyrir að hann var sendur í fangelsi fyrir að fremja glæp og hluti af refsingunni sem felst í fangavistinni er að hann má ekki fara á útihátíðir og til að stjórna fjöldasöng. En það virðist gjörsamlega fyrir ofan hans skilning. Kannski einhver ætti að setjast niður með hinum fyrrverandi alþingismanni og útskýra fyrir honum hvernig lögin virka (og þá er ég ekki að meina sönglögin!) eða þ.e.a.s. hvernig þau eiga að virka.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
6. ágúst 2003 09:51:24
Ég er hjartanlega sammála ykkur mæðgunum í sambandi við Árna- hann er ekki alveg með á nótunum. Ég held að hann þurfi mikla hjálp- hann er siðferðislega blindur kallinn!!!!
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum