6. október 2003  #
Fræðslu- og fundadagur

Engin kennsla í Hlíðaskóla dag, það var skipulagsdagur. Mér finnst það reyndar ekki réttnefni þar sem næstum enginn tími gafst fyrir skipulagningu. Að mínu mati ætti að endurskíra daginn og nefna hann "fræðslu- og fundadag".

Við hófum daginn á að hlýða á frábæran fyrirlestur Jóhanns Inga Gunnarssonar sálfræðings. Virkilega skemmtilegur maður þar á ferð. Næsti fyrirlesari var Anna Guðrún sem sagði frá miður skemmtilegri reynslu sinni af því að vera heyrnarskertur nemandi inni í almennum bekk. Í hádeginu var kjarafundur með trúnaðarmönnum þar sem teknar voru niður athugasemdir starfsfólks til að koma á framfæri í komandi kjaraumræðum kennarasambandsins. Eftir hádegi fórum vorum við ca. 15 í fyrsta holla í tölvustofunni að fræðast um hið stórmerkilega forrit Stundvísi. Þar á eftir var fengum við 1. bekkjarkennararnir fund með leiðsögukennara og deildarstjóra. Og eftir það var klukkan líka orðin hálffjögur svo lítið varð um alvöru skipulagningu...

En ekki vorum við látin svelta, svo mikið er víst. Um morguninn bauð skólinn upp á brauð og álegg, kaffi og te og í hádeginu var veisluhlaðborð í boði afmælisbarna ágúst-, september- og októbermánaðar. Eins gott að það var leikfimi hjá mér seinni partinn því græðgin var alveg að drepa mig í dag ;) hehe


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum