6. febrúar 2003  #
Sagan af Mímí og Lóló

Leyf mér að segja þér sögu...

Mímí og Lóló eru að útskrifast úr Kennaraháskóla Íslands. Þær hafa gengið í gegnum nákvæmlega sömu menntun, öll sömu námskeiðin og hafa alltaf fengið jafnháa einkunn í öllu. Mímí og Lóló ráða sig í sama skólann hér á höfuðborgarsvæðinu, taka hvor um sig við bekk með 19 nemendum og fá báðar úthlutað 3 launaflokkum úr "pottinum". Mímí og Lóló fá fyrstu launaávísunina sína en viti menn, hvað er að sjá? Mímí fær 47.401 kr. meira útborgað heldur en Lóló. Af hverju? Störf þeirra eru alveg sams konar, hvorug hefur meiri menntun en hin, þær fengu m.a.s. sömu einkunn í öllu og hvorug hefur lengri starfsreynslu en hin sem kennari. En hver er þá eiginlega ástæðan? Jú, málið er nefnilega það að Mímí er nýbúin að halda upp á 45 ára afmælið sitt en Lóló er aðeins 24 ára. Þar liggur hundurinn nefnilega grafinn!

Einhver annar en ég sem sér eitthvað athugavert við þessa sögu?


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum