6. ágúst 2003  #
Vinningur aldarinnar!

Tók þátt í SMS-leik mbl.is í dag með þá von í huga að geta kannski unnið miða fyrir okkur Jóa á The Pirates of the Caribbean svona þar sem við erum að fara að sjá hana á mánudaginn. Ég vann! En ekki það sem mig langaði í... Í staðinn fyrir að vinna eitthvað af þeim 120 miðum sem í boði eru þá tókst mér að vinna belti sem er víst bara eitt af 20 í boði. Týpískt fyrir mig að vinna óæskilegan hlut sem erfitt er að vinna í staðinn fyrir að vinna æskilegan hlut sem mun meiri líkur hefðu verið á að krækja í. Alveg eins og þegar við Hildigunnur unnum frímerki á einhverri frímerkjasýningu í gamla daga. Eins og frímerki eru nú gífurlega spennandi ;) hehe    Nei annars, þetta er líklega ekkert týpískt fyrir mig, að frátöldu beltinu og frímerkjunum forðum þá er ég ekki vön að vinna nokkurn skapaðan hlut! Hvenær kemur eiginlega að mér að vinna eitthvað skemmtilegt eins og utanlandsferðir eða lítinn, sætan bíl...? Ég bara spyr ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
8. ágúst 2003 00:46:44
Heppin í ástum!
Þakkaðu bara fyrir, mín kæra, að vera svona heppin í ástum (fæ ég prik hjá Jóa) og af og til í spilum, ég er oftast óheppin í báðum! Til lukku með nýja beltið og megi það færa þér gæfu og gott gengi um aldur og ævi :o) spæling að þurfa samt að borga sjálf í bíó!
Happakveðjur,
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum