7. mars 2003  #
Fengitíminn hafinn í Reykjavík

Ég er ekki ein af þeim sem fær mikla athygli karlmanna á skemmtistöðum og pöbbum og hef því ekki mikla reynslu af því að reynt sé við mig. Fékk hins vegar uppbót fyrir það í dag á viðreynslufundinum mikla.
   Fræðslumiðstöð Reykjavíkur var svo elskuleg að boða til umræðufundar fyrir kennaranema o.fl. um kennarastarfið í grunnskólum Reykjavíkur. Í boði voru pallborðsumræður og veglegar veitingar sem hefðu verið til sóma í hvaða veislu sem er. Flestir skólastjórarnir á svæðinu notuðu hvert tækifæri til að dásama skólana sína og veiða okkur kennaranemana. Ég fékk því að upplifa hvernig það er að láta "reyna við sig" þó Sigrún hafi reyndar líkt okkur við fiska í fiskabúri sem skólastjórarnir væru að reyna að veiða.
   Það var skemmtilegt að fá þetta tækifæri til að taka þátt í viðburði í tengslum við framtíðarstarfið og finna að maður er hluti af vissri heild. En ég get ekki sagt að ég hafi grætt mikið á pallborðsumræðunum sjálfum. Í upphafi kom mjög áhugavert, almennt innlegg frá Gerði G. Óskarsdóttur fræðslustjóra en síðan hófust framboðsræðurnar. Jú jú, vissulega var mjög áhugavert að heyra alla þessa skólastjóra tjá sig um besta skólann á landinu (sem þeir voru reyndar ekki sammála um hver væri) en það fór einfaldlega of mikill tími í það, tími sem hefði verið hægt að nýta betur til að ræða almennt um hvað það þýðir að vera kennari í Reykjavík. Í hvert skipti sem skólastjóri fékk orðið hófst framlag hans á lofræðu um eigin skóla og fór jafnlangur tími í það eins og að svara þeim fáu spurningum sem tími gafst til að spyrja. Hefði ég haldið að nóg væri að kynna sig með nafni og vinnustað og fjalla síðan um þau viðfangsefni sem voru á dagskrá. Veiðitímabilið gat síðan hafist þegar veitingarnar voru reiddar fram.
   En eins og ég segi, þetta var þrátt fyrir þetta mjög skemmtileg og áhugaverð stund og þakka ég Fræðslumiðstöð Reykjavíkur kærlega fyrir mig :) Það var virkilega vel að þessu staðið og gaman að fá að koma.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum