7. maí 2003  #
Pakkað í ferðatösku

Jæja, ég var ekki alveg eins syfjuð í dag og í gær enda voru engir kínverskir Japanir sem hringdu um miðja nótt til að vekja okkur eins og síðustu nótt... úff það sem ég varð pirruð þá!

Ég pakkaði í ferðatöskuna mína í dag enda fengi ég nú örugglega magasár ef ég ætlaði að bíða með það þangað til á morgun, daginn áður en ég fer! Þetta varð reyndar alveg einstaklega merkileg reynsla fyrir mig, ég er nefnilega ekki vön að hafa áhyggjur af því að fötin mín skrölti um með víðáttubrjálæði í töskunni minni en það gerðist núna. Ég vigtaði töskuna þegar allt nema náttföt og snyrtidótið var komið niður og hún var 6 og hálf kíló! Ég bara HLÝT að vera að gleyma einhverju! En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en ég verð komin til London... en þá bara kaupi ég það sem vantar ;) No problemo :) En sem sagt, ég ætti að geta verslað eitthvað í London, alla vega er nóg pláss í töskunni minni! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum