|
7. september 2003 # Ágætis helgi :) Það var ágætis blanda af duglegheitum og afslappelsi þessa helgina hjá mér. Í gær fór ég upp á skóla að redda ýmsu fyrir mánudaginn og dreif mig síðan á tónlistarmarkaðinn í Perlunni. Þar festi ég kaup á yndislegum diski með frönskum kaffihúsalögum. Mæli með honum, þrælskemmtilegur. Keypti líka Algjör Sveppur með Gísla Rúnari og einhvern klassískan slökunardisk sem reyndist síðan afspyrnu langt frá því að vera slakandi... Við kassann bætti ég girnilegum Brahms-diski við og heildarupphæðin var tæplega 2.300 kr. Alls ekki svo slæmt fyrir fjóra geisladiska :) Nei, afsakið, fimm diska - franski kaffihúsadiskurinn er tvöfaldur :) Svo fór ég í Bónus til að kaupa matarbirgðir og kom heim með ágætis slatta af alls kyns góðgæti. Um kvöldið var innflutningspartý hjá Assa sem er kominn í frábæra íbúð í Kópavoginum. Til hamingju, Assi :) Glæsileg íbúð hjá þér! Í dag ætlaði ég að vera ofboðslega löt. Planið var að tengja fartölvuna hans Jóa við sjónvarpið og horfa á einhverja letilega og skemmtilega DVD-mynd. En nei, nú loksins kom sólskinið sem hefði alveg mátt láta sjá sig í vikunni og það hefði ekkert sést á sjónvarpsskjáinn. Svo ég var bara dugleg í staðinn með frönsku kaffihúsalögin í eyrunum. Undirbjó ýmislegt fyrir þriðjudaginn, gekk frá smá þvotti og eldaði ljúffengan vesenismat :p Svo slappa ég bara af í kvöld í staðinn. Horfi á Practice og gái hvort Lindsay þarf að dúsa um aldur og ævi í fangelsinu.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Eins gott
Því að ég var með fartölvuna í skólanum hvort sem er!
Þetta lagði Jói í belginn