|
8. apríl 2003 # Fjögurra ára afmæli Í dag eru liðin fjögur ár síðan ég fór á stefnumót með sætum strák sem ég kynntist á irkinu. Stefnumót sem endaði vel :) enda hef ég ekki sleppt takinu á piltinum síðan! Mér sýnist á blogginu hennar Helgu Sigrúnar að þetta hafi greinilega verið allsvakalegur fundur í Kennó í dag. Kannski maður hefði átt að mæta og verja sitt kjörsvið sem að sumra mati er bara "dúllídúll" kjörsvið... Ég tek undir það með Helgu að okkar menntun er ekki síður mikilvæg en stærðfræðimenntunin. Eða er kannski ekkert mikilvægt að kunna að kenna börnum að lesa? Er bara nóg að kenna þeim að reikna...? Hófí hefur ekki verið alltof heppin með húsnæðismálin á Ítalíu. Ekki gaman að láta úthýsa sér yfir páskana meðan aðrir hafa það kósí. Ég hef samt fulla trú á að hún reddi sér, ég myndi örugglega leggjast í eymd og volæði yfir að vera sparkað út úr vistarverum mínum en Hófí er hörkutól - hún finnur sér einhvern stað til að vera á yfir páskana :) vona ég...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!