9. október 2003  #
Bjargað! :)

Jibbí! Elsku besta Sigrún bjargvættur bjargar lífi mínu, hún tók Bráðavaktina upp í gær :) :) Takk takk takk!

(Hey! Uss uss uss, ég er ekkert biluð, það er alveg heilbrigt að vera forfallinn Bráðavaktaraðdáandi ;) hehehe)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
10. október 2003 08:35:44
Ertu búin að horfa á þáttinn? Pottþétt svakalegasti þátturinn til þessa!
Þetta lagði Sunna í belginn
11. október 2003 23:53:11
Ég fór auðvitað strax og náði í þáttinn og horfði á hann med det samme! Alveg sammála, þetta var allsvakalegur þáttur. Ég bíð spennt eftir næsta!
Þetta lagði Sigurrós í belginn


BRÁÐAVAKTIN - NEYÐARÚTKALL!!!
Hjálp, hjálp! Ég missti af Bráðavaktinni í gær!
Er einhver sem tók hana upp og er til í að lána mér spóluna?!?

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Grillveisla og skókaup

Við Jói fórum í grillveislu í gær. Jú, þið heyrðuð rétt, grillveislu. Jú, jú, ég veit alveg að það er kominn október og það hafa m.a.s. sést örfá snjókorn en við vorum samt í grillveislu ;) og það stórfínni grillveislu! Fórum til Arnar og Regínu þar sem við grilluðum með þeim svínakjöt í BBQ-sósu og fengum súkkulaðibanana. Nammi namm :) Ég fæ vatn í munninn af að skrifa um þetta! Svo horfðum við á töframanninn David Blaine sem er alveg magnaður. Ef einhver treystir sér til að útskýra fyrir mér hvernig hann fer að því að framkvæma töfrabrögðin sín, þá skal ég með glöðu geði hlusta!
Jói segir einnig frá þessu fína kvöldi í sínu bloggi.

Í dag skruppum við Jói í útréttingar inn í Kringlu og ég keypti mér 2 pör af skóm! Ég vil sko taka það fram að mér (ólíkt flestu kvenfólki sem ég þekki) finnst ólýsanlega leiðinlegt að skoða, máta og kaupa skó. Ég á mjög erfitt með að finna skó sem passa mér og sé eftir hverri krónu sem fara í skó. En þarna keypti ég mér tvenna skó á einu bretti og blæddi fyrir það 7000 kr. Mig vantaði pena, svarta "götuskó" sem gætu líka notast við "semi-spari"-tilefni og svo vantaði mig inniskó. Fyrstu skórnir sem ég mátaði í fyrstu búðinni sem ég fór í pössuðu mér sem "götuskór" og ég keypti þá. Svo fór ég í aðra búð og þar fann ég inniskó sem eru eins og inniskórnir sem ég er búin að "klára" svo ég keypti þá. Afgreitt á örskotsstundu. Flott. Ég mátaði betur götuskóna þegar ég kom heim og komst að því að þeir eru of litlir, sýniseintakið var greinilega búið að ná að víkka svolítið út... Þeir lita líka og það er nú ekki alltof vinsælt. Svo ég þarf að fara aftur að skipta. O jæja, það gat ekki verið að það yrði svona auðvelt að kaupa skó... ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum