11. desember 2004  #
Myndir
Fyrst maður er nú að reyna að rakna úr bloggdáinu þá er best að vísa ykkur á nýjustu myndirnar mínar - sem eru reyndar ekki ýkja margar þar sem það hefur líka verið framtaksleysi í myndatökunni.

Í október fórum við í sumarbústað á Flúðum eina helgi, þ.e.a.s. mamma, Guðbjörg, Magnús, Karlotta, Oddur og ég. Það var æðislegt að komast svona pínulítið "upp í sveit" og það er alltaf svo huggulegt að vera í sumarbústað. Við vorum að mestu bara inni að "hygge" okkur en fórum einnig í smá bíltúr yfir að Geysi.

Myndavélin var líka með í för þegar ég fór í sameiginlegt afmælispartý Lenu og Theó. Þar var mjög gaman, góðar veitingar og góð stemning. Við prófuðum að spila Mr. & Mrs. og við Jóhanna vorum nú eitthvað undarlegir félagar í spilinu því við virtumst vita mestlítið hvor um aðra. Þurfum greinilega að hittast oftar ;) Svo spiluðum við Friends-spilið sem Bára útskýrði snilldarlega fyrir okkur. Reyndar vorum við hálftreg að skilja fyrst en þetta kom nú á endanum.

Svo var D-bekkjarsaumaklúbbur síðasta fimmtudagskvöld hjá Herborgu. Myndavélin gleymdist svo ég læt bara duga að segja ykkur að við vorum allar jafnsætar og við erum vanalega og litla ömmuprinsessan hennar Herborgar auðvitað langsætust :)

Hmmm...man ekki eftir fleiru skemmtilegu sem ég hef verið að gera undanfarið, alla vega eru því miður engar fleiri myndir. Það er kannski ágætt því myndaalbúmið mitt er alveg að fara að springa. Það stendur til að setja upp nýtt og breytt albúm sem getur staðið undir öllu þessu myndaflóði. Held ég að tæknimaðurinn ætli að redda því einhvern tímann eftir áramót, er það ekki? ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Fræknar frænkur
Vinir mínir og ættingjar eru búnir að taka mig á teppið fyrir þetta viðvarandi bloggleysi svo að nú dugir ekki annað en að bretta upp ermarnar og gefa skýrslu ;) Það er alla vega gott að sjá hvað maður á dygga lesendur, það verður bara allt vitlaust ef maður leggst í leti ;)

Frænkuhópurinn frækni kom til mín í dag og við föndruðum, spjölluðum heil ósköp saman og snæddum veitingar. Hulda sem býr í Englandi er á landinu og kom með litlu dúllurnar sínar sem ég var að hitta í fyrsta skipti. Þvílíkar snúllukrúsídúllur! María kom með Eddu Karen sem er orðin svo stór og fullorðinsleg, og þvílíkt dugleg að föndra. Vonandi getur Karlotta verið með okkur næst, það er svo sniðugt að koma næsta kynslóðahópi inn í frænkuflokkinn.

Svo er nú ein ný frænka komin í ættina, hún Sólrún María. Selma og Jói eru að sækja hana til Kína og koma heim seinna í desember. Eins og einhver sagði í frænkuhittingnum í dag þá erum við að verða mjög alþjóðleg fjölskylda :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
11. desember 2004 18:47:32
Takk fyrir síðast.
Ég skal vera fyrst að leggja orð í belg. Það stendur ekki á því hjá þér að framkvæma. Bara tveir tímar frá því við fórum heim og myndir og allt komið inn. Ég þakka bara kærlega fyrir daginn. Þetta var alveg frábært eins og alltaf.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum