|
13. september 2004 # Kjaftaklúbbur, óvissuferð og kinnholubólga
D-bekkjar-saumaklúbbarnir eru byrjaðir aftur :) Við hittumst í saumaklúbbi hjá Lindu síðasta fimmtudag og vorum jafnháværar, skemmtilegar og gráðugar og ávallt :) Við skipulögðum klúbbana fyrir komandi vetur og ég fékk það hlutverk að koma fagnaðarerindinu út á netið. Ég hef hins vegar ekki komist í að setja upplýsingarnar inn á réttan stað á heimasíðunni okkar...geri það sem fyrst. Í millitíðinni má sjá listann á blogginu. Á föstudeginum var óvissuferð starfsfólks Hlíðaskóla. Við fórum á Stokkseyri þar sem við heimsóttum Draugasetrið og borðuðum á Fjöruborðinu. Draugasetrið er svona ágætt en ekki svo áhugavert að ég myndi tíma að borga mig þangað inn aftur. Reyndar var mjög skemmtilegt hjá okkur þegar við fórum í gegnum það, en aðalfúttið var í að sjá samstarfsfólki sínu bregða. Ég veit, hljómar kvikindislega, en það var bráðfyndið að fylgjast með þeim hrökkva í kút og við hlógum öll eins og vitleysingar. Svona erum við almennileg ;) Fjöruborðið olli mér því miður miklum vonbrigðum :( Ég hef komið þangað tvisvar áður og fengið mjög góðan mat og bara ágætis þjónustu. Ég hef reyndar ekki fengið humarsúpu þar áður en hef hins vegar séð gesti á næstu borðum fá humarsúpu. Og hún var sko mun betur útilátin en sú sem við fengum. Það var varla neinn humar í henni og þó hún hafi svo sem verið alveg ágæt þá var hún alls ekki neitt sérstök. Þjónustan var síðan fyrir neðan allar hellur. Borðvínið sem við pöntuðum okkur kom eftir matinn þegar þjónarnir voru að koma til að taka tómar skálarnar. Ég var frekar hissa á þessu því ég hef alltaf haft svo gott álit á þessum stað. Þeir verða heldur betur að taka sig á ef þeir ætla ekki að missa viðskiptavini sína. Nefndin okkar stóð sig heldur betur vel í skipulagningunni en dömurnar höfðu séð til þess að allur leikarahópurinn úr Hárinu var samankominn á næstu borðum við okkur ;) Eða kannski var það ekki planað... ;) Þau voru með skemmtiatriði á sínum vegum, tvo gítarleikara/söngvara. Það skapaðist þó nokkur stemning við það, þó ýmsir úr leikarahópnum hafi þó verið heldur dónalegir og hrópuðu á fólk að þegja þegar einhverjir utan þeirra hóps dirfðust að láta í sér heyra meðan sungið var... Skemmtilegast var þó þegar þau tóku smá syrpu úr Hárinu. Virkilega flott. Held samt að það dugi mér alveg og efast um að ég nenni á sýninguna sjálfa ;) Um helgina fann ég svo að ég var að kvefast og var komin með smá hita í gær. Jú jú, það passar, nú er skólinn byrjaður aftur og nú halda veikindasögurnar mínar endalausu áfram...! Nei, nú vona ég að það gangi betur í baráttunni við kvefið, nú er ég vopnuð daglegu astmapústi og nefspreyi og neita að gefast upp! Ofnæmislæknirinn minn sagði mér í síðustu viku að hika ekki við að fá sýklalyf ef ég fyndi óhræsis kinnholubólguna koma svo ég dreif mig áðan á Læknavaktina. Nú er bara að berja á kinnholubólgunni og hananú!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Þetta hef ég líka heyrt
Vinkona mín fór á Fjöruborðið fyrir rúmri viku og var þá í hóp sem pantaði sér humar saman. Hún sagði að þau hefðu verið 6 saman við borð og fengu mjög lítinn skammt af humri og verðið á léttvíninu var víst alveg með ólíkindum. Hún hefur farið áður og sagði að skammtarnir hefðu skoppið mikið saman síðan síðast. Vonandi taka þeir sig á því að við höfum t.d. oft talað um að fara þangað en þegar maður heyrir svona sögur þá langar manni ekki að prófa og verða fyrir vonbrigðum. Vona að þeir lesi þetta blogg og taki sig á.
Þetta lagði Björk í belginn