14. febrúar 2004  #
Betra-fjölskyldan stækkar
Betra.is hefur bætt við sig nýjum fjölskyldumeðlimi. Sigrún er farin að blogga úr Mosfellsbænum og ætlar líka að vera dugleg að skella inn uppskriftum fyrir alla matgogga :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
21. febrúar 2004 16:58:24
Takk fyrir að veita mér húsaskjól:)
Þetta lagði Sigrún í belginn


Ástin og internetið

Ástin á internetinu já? ;)

Sem betur fer er þetta ekki svona slæmt hjá mér...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Einskært hjartaáfall

Er að skella Queen-safninu mínu inn á tölvuna til að gera það aðgengilegra.
Mátti til með að setja Sheer Heart Attack lagið í botn.
Ímyndaði mér að ég væri aftur 14 ára og með sítt hár.
Það er lífsnauðsynlegt að slamma við þetta lag og það skal ávallt spilast í botni.
:)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
14. febrúar 2004 14:21:05
It was the DNA
Hey, hey, hey, hey,
It was the DNA,
Hey, hey, hey, hey,
That made me this way,
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn
14. febrúar 2004 14:27:27
NÁKVÆMLEGA! :) :)

Þetta lagði Sigurrós í belginn
16. febrúar 2004 19:16:06
BRANDARI:
Einu sinni voru tvær golkylfur á bar og barþjónninn spurði hvað mætti færa þeim. Þá sagði önnur:?Einn bjór takk?. Svo spurði barþjónninn hina kylfuna og hún sagði: ?Ekkert ég er Driver?

Þetta lagði Árný :) í belginn


Grauturinn var góður

Hvernig læt ég! Gleymi alveg að segja frá því að við fórum að sjá L´auberge espagnole í Háskólabíói síðasta miðvikudagskvöld. Ég vann miða í gegnum Moggann á Frönsku kvikmyndahátíðina. Mig grunar reyndar að það hljóti svo fáir að hafa tekið í leiknum að allir hafi unnið, ég er a.m.k. ekki vön að vinna í svona leikjum.
En sem sagt, frá því að ég vann miðana höfum við verið að bíða eftir að Reines d´un Jour væri sýnd á heppilegum tíma fyrir okkur. Það kom loks að því síðastliðinn þriðjudag kl. 22 en þá var ég einfaldlega of kvefuð og sljó að ég treysti mér ekki. Það var hins vegar síðasta sýning á myndinni svo að við urðum að velja eitthvað annað í staðinn. Það var því ekki um annað að ræða en að skella sér á Evrópugrautinn sem reyndist alveg frábær. Ég er eiginlega fegin að við skyldum hafa misst af hinni myndinni þar sem það varð til þess að við sáum þessa. Audrey Tautou tekur sig mjög vel út (eins og alltaf) í aukahlutverki í myndinni en aðrir leikarar standa sig einnig vel.
Mæli sérstaklega með myndinni fyrir alla sem einhvern tímann hafa sett sig í spor Erasmus-nema, au-pair, AFS-nema og einfaldlega fyrir alla sem hafa búið tímabundið í öðru landi á sínum yngri árum.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum