14. júní 2004  #
Á Selfossi

Húkkaði far með mömmu austur á Selfoss í gær. Amma og Ingi komu svo í mat í Sóltúnið og við áttum ósköp huggulega stund hérna saman. Alltof sjaldan sem maður sér þau.
Í dag erum við mamma svo búnar að flækjast fram og tilbaka í alls kyns skemmtilegum útréttingum. Ég skildi gleraugun mín eftir í gleraugnaverslun hér í bæ sem býður 20% afslátt á glerjum. Á von á þeim aftur í fyrramálið með auknum styrkleika. Það verður þvílíkur munur að fá réttan styrkleika í gleraugun. Og eftir að hafa ráfað um hálfsjónlaus í heilan dag þá verður þvílíkur munur bara að fá einhver gleraugu aftur... ;)
Við fórum út í Hveragerði þar sem ég keypti mér Miracle-diskinn með Queen í Álnavörubúðinni. Maður verður nú smám saman að passa upp á að bæta í safnið góða. Svo fórum við í Eden og fengum okkur ís. Í kvöld fengum við okkur svo að borða í hinum nýja skála í Þrastalundi. Virkilega huggulegt þó að mér finnist húsið sjálft að utan ekki passa almennilega við náttúruna.

Nú ætla ég hins vegar ekki að hripa hér meira niður enda sé ég varla á tölvuskjáinn. Ef þetta reynist vera morandi í prentvillum, þá leiðið þið það hjá ykkur í þetta skiptið, er það ekki bara? ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum