15. ágúst 2004  #
Síðustu dagar sumarfrísins

Félagslífið var öflugt hjá mér síðasta föstudag. Byrjaði á því að heimsækja Helgu Steinþórs í hádeginu. Því miður var Rakel fjarri góðu gamni :( en er það ekki bara góð ástæða til að endurtaka hittinginn og þá allar þrjár saman? ;)
Seinna um daginn hitti ég Sigrúnu niðri í miðbæ. Við röltum um í ört dvínandi sólinni og á Ingólfstorgi sáum við m.a. hátíðahöld 13. hópsins, sem er sjálfstætt starfandi félag geðfatlaðra og velunnara þeirra. Því miður voru ekki nægilega margir áhorfendur, líklega sökum þoku, en ég hitti nú samt eitthvað af fólki sem ég þekki, fyrst tengdamömmu og Tedda og síðan Auðun Inga nemanda minn og fjölskyldu. Þetta er nú alveg merkilegt, ég hef ekki rekist á nemendur mína í allt sumar og svo hitti ég þá í stafrófsröð :) Eftir að hafa rölt Laugaveginn upp og niður létum við Sigrún þetta gott heita enda orðið nokkuð kalt. Svo að Sigrún hjólaði heim og ég dreif mig í hlýjan bílinn...
Um kvöldið kom Klúbburinn í Raclette-matarboð. Maturinn var ótrúlega jömmi og aðalumræðuefni ótrúlega spennandi :) :) :) Kann vel að meta nýjustu fréttir! :)

Laugardagurinn var hins vegar mun rólegri. Jói fagnaði 29. afmælisdeginum með massívri fótboltaveislu á Skjá einum. Hann horfði á þrjá leiki í röð meðan ég píndi mig til að sitja aðeins úti í sólinni og hitanum. Til að hafa eitthvað fyrir stafni úti (svo ég dræpist ekki bara úr hita) þá byrjaði ég að föndra aðeins fyrir skólann. Um kvöldið fórum við á Snælandsvideo og tókum Big Fish. Ég bjóst við að þetta væri góð mynd en ég vissi ekki fyrirfram hvað þetta er mikið meistaraverk. Við sátum bæði hálforðlaus með tár í augunum og kökk í hálsinum þegar myndinni lauk. Höfðum tekið Shallow Hal sem meðmynd en vildum engan veginn skemma áhrifin af Big Fish svo við slepptum þeirri síðari. Þetta er mynd sem allir verða að sjá!

Í kvöld hélt félagslífið svo áfram. Örn, Regína og Ísar Logi komu í grillmat. Jói greinir nánar frá veitingunum í sínu bloggi. Vel heppnað kvöld :)

Og þar með lýkur hinu fyrsta formlegu sumarfríi mínu sem kennslukona.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
17. ágúst 2004 00:34:49
Fínn endir á góðu sumarleyfi. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þú ert ekki að vinna allt sumarið?
Þetta lagði Mamma í belginn


Southpark Sigurrós

þennan tengil hjá Bjarna og ákvað að prófa að búa til Southpark-útgáfu af sjálfri mér. Held að þetta sé bara nokkuð líkt mér, er það ekki? ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
15. ágúst 2004 15:10:09
Hehehehehe... Jebb!
Þetta lagði Bára í belginn
22. ágúst 2004 22:14:04
Fín mynd (",)
Jú, þetta er barasta svaka fín mynd af þér Sigurrós mín enda gerir þú allt svo vel .... (blikk blikk) Nei, í alvöru þú hefur meiri listræna hæfileika en margur!
Teiknandi kveðjur,
Steinunn
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum