18. mars 2004  #
Kallinn með hattinn kaupir sveppina í sekknum

Við elduðum hakk með ananas, eplum og sveppum í kvöldmatinn í gær sem er svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir laumusveppina.
Um leið og ég opnaði rammíslensku sveppadósina fannst mér sveppirnir ískyggilega gulleitir og útlitið minnti mig einna helst á austurevrópsku sparsveppina sem ég keypti einhvern tímann. Mér varð hugsað til fréttanna fyrir skömmu þar sem talað var um að reynt hefði verið að pranga útlendum sveppum í lélegum gæðum inn á neytendur sem íslenskri gæðavöru með því að líma íslenskan miða yfir þann útlenda.
Þannig að ég byrjaði strax að kroppa miðann af. Viti menn! Hvað haldið þið að hafi komið í ljós? Sveppirnir reyndust frá mun austlægari slóðum en miðinn sagði til um eins og sjá má á myndunum: Mynd 1 - Mynd 2
Þetta eru ekkert vondir sveppir, það er ekki málið. Það er nú bara einu sinni þannig að manni finnst lítið gaman að leyfa fólki að komast upp með það að hafa mann að fífli. Aldrei að vita nema ég fari á stúfana og geri eitthvað í málinu þegar um hægist í næstu viku. Þeir sem þekkja mig vita að það er alveg eins líklegt...  :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
18. mars 2004 23:45:44
Ora er málið
Jamm, maður heldur að maður sé að kaupa íslenska framleiðslu. En þessum umræddu sveppum er ekki einu sinni pakkað á Íslandi, ekkert gert nema límdur íslenskur miði utan á hann sem á stendur Íslenskt meðlæti. Ef maður vill íslenskar niðursuðuvörur er Ora málið :)
Þetta lagði Eygló í belginn
19. mars 2004 12:39:10
19. mars 2004
Til hamingju með stóru systur!
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum