19. júlí 2004  #
Reunion og þjóðaröryggi

Alltof löngu bloggfalli ætti nú að vera lokið.

Hollendingarnir okkar fóru í morgun eftir tvær frábærar vikur á Íslandi. Við mættum með þau í Leifsstöð rúmlega fimm í morgun og náðum að vera á undan mestu traffíkinni. Held þeim hafi fundist nokkuð merkilegt að þurfa hvorki að leita lengi að réttu innritunarborði né að bíða lengi í röð. Eina babbið í bátnum var brjálaði öryggisvörðurinn sem ég hélt að ætlaði að handtaka mig á staðnum. Ég gerðist nefnilega sek um að brjóta háalvarlega öryggisreglu flugvallarins... Um leið og Jolanda og Jeroen voru að fara að ganga í gegnum hliðið þar sem maður sýnir passann þá kallaði ég til þeirra að snúa sér við því ég ætlaði að taka eina lokamynd af þeim. Ég heyrði að öryggisvörðurinn kallaði "halló halló" en hélt bara að hann væri svona stressaður að fá alla hratt í gegnum hliðið. Nei nei, í ljós kom að myndatökur á þessum tiltekna punkti eru stranglega bannaðar og hafði ég svefnvana og kvefveikluleg kl. 5 að morgni ekki komið auga á lítið skilti svohljóðandi sem límt er á rúðu þarna í námunda við hliðið. Öryggisvörðurinn kom svo stormandi til mín og skipaði mér með þjósti að opna myndavélina. Við bentum honum nú góðfúslega á að þetta væri stafræn vél og ég leyfði honum að fylgjast með þegar ég eyddi myndinni út (gerði lítið til, hún var léleg hvort eð er). Er samt hrædd um að ég hefði heldur betur látið í mér heyra ef ég hefði verið með filmuvél. Glætan að ég hefði samþykkt að eyðileggja heila filmu af sumarleyfismyndum vegna þessarar myndar. Og þetta var bara mynd af Hollendingunum, það sást ekki í öryggisvörðinn, tæki eða aðra farþega svo að ég veit ekki alveg hvaða hræðilegu áhrif þessi glæpur minn á að hafa haft. Já, svona er nú Ísland í dag - við nálgumst Bandaríkin, Afganistan og önnur gerræðisríki óðfluga...

En yfir í annað skemmtilegra :) Síðasta laugardagskvöld hittist afmælisárgangur MR frá 1999 í félagsheimili Seltjarnarness til að rifja upp gamla tíma og djamma saman. C-bekkurinn æðislegi hittist auðvitað fyrst til að hita upp fyrir kvöldið. Halla var svo góð að bjóða okkur heim og þrír C-bekkjarkærastar sáu um að grilla ofan í okkur gellurnar. Um tíuleytið fórum við að hitta hina MR-ingana úti á Seltjarnarnesi og mæting var bara alveg ágæt. Eins og vanalega hafði ég myndavélina með mér og reyndi að smella af eins mörgum myndum og ég gat (engir öryggisverðir þar til að banna myndatökur...). Ég þakka bekkjarráðsmönnum og öðrum skipuleggjendum kærlega fyrir mig og hlakka til að mæta á næsta reunion árið 2009 :)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
19. júlí 2004 19:48:26
Til hamingju.
Til hamingju með afmælið þitt Sigurrós mín og ég vona að þér/ykkur batni fljótlega kvefpestin svo ég geti komið og gefið þér knús.
Fínt að geta aftur farið að kíkja á bloggið þitt.
Þetta lagði Mamma í belginn
20. júlí 2004 10:25:45
róleg :)
hæ sæta
ég hélt að ég hefði verið sækó að taka 65 myndir.. þú ert alveg miklu meira sækó en ég :):) en allavega, æðislegar myndir, alltaf gaman að myndum!! knús, Lovísa
Þetta lagði Lovísa í belginn
20. júlí 2004 10:30:21
Enda hef ég þegar hlotið titilinn "papparassi" ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum