|
20. mars 2004 # Árshátíð Hlíðaskóla Í gær var árshátíð Hlíðaskóla haldin með pompi og prakt í Akóges-salnum í Sóltúni. Það voru þemadagar í skólanum alla vikuna og nemendur fengu að sjá kennarana sína í vinnunni í hippafötum, gallafötum, íþróttafötum, með hárskraut og barmmerki og sumir mættu jafnvel með sundhettu og sundgleraugu skilst mér! Það fór alla vega ekki framhjá krökkunum að það var eitthvað í gangi. Áður en árshátíðin byrjaði voru tvö forpartý, annars vegar hjá Ásthildi fyrir Hlíðahverfið og nágrenni og hins vegar hjá Lindu fyrir aðra. Á árshátíðinni sjálfri voru sniðug skemmtiatriði, skemmtilegur veislustjóri, frábær matur og frekar slöpp tónlist. Ég var að vona að ég gæti sleppt mér almennilega á dansgólfinu en það var ekki auðvelt því það voru aðallega spiluð gömludansalög sem mig langaði ekkert ofsalega að dansa við. Það voru líka gamlir íslenskir smellir eins og "Eitt lag enn" og fleira frá þeim tíma en ég hafði nú verið að vonast eftir einhverju nýrra og meira stuði. En þar sem við vorum nú í miklu stuði sjálf þá gerði maður bara gott úr og reyndi nú að dansa einhvern slatta :) En sem sagt, skemmtilegt kvöld :) Því miður eru myndirnar hálfslappar. Helmingur þeirra var tekinn á stafrænu vélina og hinn helmingurinn á venjulega vél (mér tókst nefnilega fyrir misskilning að drösla tveimur myndavélum með mér, algjör snillingur! eins og maður nenni að vera með þunga tösku á árshátíð...). Stafrænu myndirnar eru hálfmisheppnaðar, flassið vissi sjaldnast að hverju það ætti að beinast og svo kláruðust batteríin :( Alveg stórmerkilegt :) Þessi tími í mars er greinilega mjög frjósamur hjá fólki í kringum mig. Systir Helgu Sigrúnar var að eignast lítinn prins í gær 19. mars. Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!