21. mars 2004  #
Gleði í Grenoble
Gleðifréttir frá Grenoble :) Georges hennar Elísabetar kominn með djobb hérna heima. Sem sagt, tvær ástæður til að fagna :) Ég bíð spennt eftir að fá ykkur heim :) Til hamingju!

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
22. mars 2004 11:10:28
Hafa vinina nálægt sér.
Ég samgleðst þér Sigurrós mín. Það er alltaf betra að hafa vini sína, alla vega í sama landi. Frábært að George skuli komin með framtíðarvinnu hér heima.
Þetta lagði Mamma í belginn
22. mars 2004 21:16:49
Frábært- vonandi eiga þau þá eftir að setjast að hér á klakanum:)
Þetta lagði Sigrún í belginn


Fatasöfnun
Réðst á fataskápinn minn í dag og fjarlægði úr honum föt sem ég hef ekki notað í fleiri mánuði og jafnvel ár. Ætla að reyna að koma þessu í einhverja fatasöfnun til útlanda. Einhver sem veit um einhverja sniðuga söfnun í gangi þessa dagana?

Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
21. mars 2004 23:31:05
Sorpa
Veit ekki um neina sérstaka söfnun. En það er alltaf fatagámur á vegum Rauða Krossins hjá Sorpu (allavega við Ánanaustir).
Þetta lagði Eygló í belginn
22. mars 2004 20:26:36
En er öruggt að þau föt séu í raun send út? Ég vil helst að þetta nýtist úti en lendi ekki bara í ruslinu eða sé selt hérna í Reykjavík...
Þetta lagði Sigurrós í belginn
22. mars 2004 21:18:02
Mér dettur einna helst í huga Hjálparstofnun kirkjunnar eða Rauði krossinn.
Þetta lagði Sigrún í belginn
23. mars 2004 15:20:05
Fátt um svör
Fyndið en ég er einmitt með fullan ruslapoka af fötum og veit ekkert hvert ég á að fara með pokann. Reynar sá ég að í Lindahverfinu er flokkunarstöð Rauða krossins? Hef ekki þorað að fara þar inn til að athuga málið en ef þú hefur komist að einhverju...viltu láta mig þá vita.
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum