|
22. apríl 2004 # Fasteignir, teiti og sjálfráða afmælispiltur Fengum fasteignasala til okkar í góða veðrinu í gær og íbúðin okkar er nú til sölu. Þegar við höfum sagt fólki að við séum að fara að hugsa um að stækka við okkur gerist yfirleitt það sama; maginn á mér fær augngotur og fólk spyr brosandi hvort við séum að fjölga. Svo ég taki nú allan vafa af þá er ekkert slíkt fyrir hendi, það er ekki komið að mannkynsfjölgun hjá okkur að þessu sinni. Fyrst komið er að sölu þá var ekki seinna vænna að Jói héldi sitt fyrsta partý á heimilinu. Nokkrir tölvugúrúar mættu á svæðið til að fagna próflokum (og sumir skólalokum) í HR. Svaka fínt partý. Það kemur samt líklega ekki á óvart að þegar til kastanna kom þá nenntum við Jói ekki með í bæinn þegar partýinu lauk. Surprise, surprise... ;) Uppáhalds "litli" frændi minn er í dag orðinn sjálfráða ungur maður. Alveg stórmerkilegt! Í tilefni dagsins ætlum við Jói að skella okkur á Selfoss og borða sumarpönnukökur í Sóltúninu honum til heiðurs. Til hamingju með afmælið, Unnsteinn :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Og hvar á að bera niður?
Það er mikil hreyfing á fólki þessa dagana :) Vonandi gengur þetta allt vel hjá ykkur!!! Kveðja, Anna Sigga
Þetta lagði Anna í belginn