|
22. ágúst 2004 # Helgin Við héldum upp á menningardaginn mikla í gær með því að fara á Selfoss og upplifa menninguna í alvöru íslensku barnaafmæli. Oddur Vilberg varð 5 ára í dag og afmælisveislan var í gær. Það er eitt menningaratriði sem er öðruvísi nú í dag en þegar ég hélt upp á 5 ára afmælið mitt og það eru myndatökurnar. Þá voru ein eða tvær myndavélar í gangi, og aðallega foreldrar sem sáu um að ná myndum af helstu atburðum. Nú er öldin önnur. Nú standa ótal fullorðnir aðilar með stafrænar myndavélar í kringum afmælisborðið og keppast um hver nær flestum myndum af afmælisbarninu. Og í gær var m.a.s. líka vidjóvél. Já, við ættum að hafa náð nóg af minningum til að geyma um aldur og ævi :) Mínar myndir úr afmælinu eru líklega flestar (kemur það ekki á óvart? ;) hehe) en mamma tók líka myndir. Flugeldasýninguna um kvöldið sáum við svo út um svefnherbergisgluggann okkar. Okkur langaði ekki í bæinn frekar en fyrri daginn. Í dag lágum við í rúminu langt fram að hádegi áður en við nenntum að koma okkur fram úr. Jói dundaði sér síðan við að forrita og tölvast meðan ég fór í skólann og vann sjálfboðavinnu í tvo tíma. Í kvöld ætlum við svo að prófa vöfflujárnið sem mamma gaf Jóa í afmælisgjöf. Ég hlakka mikið til, sérstaklega af því ég festi kaup á einhverri dýrindis karamellusúkkulaðisósu sem ég ætla að setja á mína vöfflu. Mmmmmm :) Ég læt ykkur vita hvernig bragðast :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Þetta hefur verið stór afmæli af myndunum að dæma. Þetta er svo skemmtilegur aldur. Styttist í skólagöngu. Síðasta tækifærið að vera lítill.
Þetta lagði afi í belginn