|
22. september 2004 # Strætó, sinaskeiðabólga? og skáldsaga Ákvað að gera heiðarlega tilraun til að vera umhverfisvænn borgari í dag og taka strætó. Gekk yfir á "Arnarnesvegsbrúna" (er ekki klár á hvað staðurinn nákvæmlega kallast :)) og tók þar nr. 140 yfir á Kringlumýrarbraut og gekk yfir til Helgu á Miklubrautinni. Mun fljótlegra og einfaldara en síðasta strætóferð sem ég fór í. Það var líka stór plús í mínum huga að bíða af mér kuldann í alvöru strætóskýli, ekki í gatasigti eins og boðið er upp á í Reykjavík. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig nýja strætókerfið á eftir að virka, kannski maður fari jafnvel að vera duglegri við að taka strætó. Mér fannst alltaf pínu huggulegt í strætó hérna "í den", þegar maður sat með vasadiskóið og óskaði þess að mega vera í vagninum pínu lengur á morgnana áður en skóladagurinn við Lækjargötuna hófst. Og ég verð að viðurkenna að mér finnst það að vissu leyti helgispjöll að breyta leið nr. 5. Ég veit að það er verið að stokka upp allar leiðir, en leið 5 er mér heilög og mér finnst hún eigi að fá að halda sér ;) Höndin er enn furðuleg. Nú finn ég fyrir stöðugum óþægindum og ef ég nota hana þá koma kramparnir. Ekki má ég heldur koma of mikið við úlnliðinn ef ég ætla að forðast kvalir. Spurning hvort sinaskeiðabólga lýsir sér svona? Þekki það ekki nógu vel. Hlóð því púðum í kjöltuna til að láta pocket-bókina mína liggja á í kvöld svo ég þyrfti ekki að halda of mikið á henni. Er hálfnuð við að lesa Friend of the Family. Sem betur fer er þetta hin fínasta bók. Fyrstu tvær bækur Lisu Jewell eru meðal uppáhalds chicklit-bókanna minna og svo varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þá þriðju, One-Hit Wonder. Þannig að ég hafði þó nokkrar áhyggjur af þessari. En enn sem komið er lofar hún góðu :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!