|
23. júní 2004 # Boltablogg Jæja, þá eru bekkjarfulltrúarnir okkar úr MR búnir að láta heyra í sér. Þann 17. júlí verður reunion afmælisárgangsins sem útskrifaðist 1999. Reyndar verða Jolanda og Jeroen enn hjá okkur þá en kannski fyrirgefa þau mér þó ég skilji þau eftir og fari á djammið. Alla vega tími ég ekki að sleppa því að hitta allt liðið aftur :) Ég vissi ekki að ég hefði það í mér að hrópa upp yfir mig og baða út öllum öngum í gleði yfir því að sjá erlendan fótboltamann skora mark. Og það fyrir Tékkland sem hingað til hefur ekki átt neitt sérstakt tilkall til minna tilfinninga. En þetta var bara svo rosalega flott mark hjá kappanum sem hljóp einn með boltann yfir hálfan völlinn til að þruma honum í netið og svo var líka eitthvað svo ljúft að sjá varalið Tékka sigra gulldrengi Þýskalands. Já, svona getur maður komið sjálfum sér á óvart :) Vanalega er það nú af öðrum ástæðum þegar ég tek mig til og horfi á fótbolta... ;) Held að fótboltaleikurinn hans Jóa sé alveg að bjarga mér í gegnum EM. Ég skráði mig upp á djókið og giskaði á úrslit leikja í hverjum riðli og nú er ég orðin nógu spennt til að fylgjast með leikjunum með öðru auganu og koma öðru hvoru og spyrja Jóa um stöðuna. Er komin með 39 stig (sá hæsti er með 68 stig) en ég byrjaði reyndar ekki fyrr 7 fyrstu leikirnir voru búnir svo að ég gæti nú kannski verið með fleiri stig ef ég hefði byrjað fyrr... ;) Það eina sem truflar mig við EM eru íslensku íþróttafréttamennirnir. Þeir sem lýsa Formúlunni hafa löngum gert mig reiða með stórfurðulegri málnotkun en þessir eru sko ekki betri. Lýsingarnar eru svo hræðilegar að manni blöskrar hreinlega. Leikmennirnir "taka góðan bolta" þegar þeir spila vel og allt þar fram eftir götunum. En það sló nú allt út þegar einhver gáfumaðurinn á RÚV sagði um Spánverja (að mig minnir) að "þeir væru að taka alltof margar snertingar á boltann"! Halló! Finnst einhverjum þetta eðlileg íslenska?
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Boltneska
Nei, ekki hefði þetta nú talist eðlileg íslenska á okkar heimili. Ég held hinsvegar að þetta sé "boltneska" en hún er aðallega töluð í íþróttatímum fjölmiðla og manna í millum um þau mál. -
Þetta lagði mamma í belginn