|
26. febrúar 2004 # Fyrri dagur vetrarfrís Lét loks verða af því í gær að láta lækni kíkja á kvefið mitt. Fór á Læknavaktina og bjó mig undir að þurfa að berjast fyrir viðurkenningu á því að það sé ekki eðlilegt að vera með mikið kvef í tvær vikur án sýnilegs bata. Ég þurfti hins vegar ekkert að nöldra þar sem ég lenti hjá svo frábærum lækni. Fór því heim með sýklalyf og smá bjartsýni :) Vetrarfríið hófst síðan formlega í morgun. Skutlaði Jóa í skólann og brunaði beint á bókamarkaðinn. Ég fékk tár í augun þegar ég kom inn. Reyndar var það ekki vegna þeirrar gífurlegu sælutilfinningu sem greip mig þegar ég sá alla bókadýrðina, heldur var þar kvefið að verki í samráði við kuldabola. Eftir að hafa fundið pappír til að þurrka augu og nebba réðst ég til atlögu við bókastaflana vopnuð innkaupakörfu. U.þ.b. klukkustund síðar fór ég hæstánægð út með einar 10 bækur, sjö fyrir mig sjálfa og þrjár til gjafa. Borgaði aðeins rúmar sex þúsund fyrir allan staflann. Alls ekki slæm viðskipti það! :) Í hádeginu leit ég við hjá tannréttingakonunni minni í árlegt tékkup. Fór þaðan á túrhestamiðstöðina niðri í miðbæ til að nálgast bæklinga fyrir Jolöndu og Jeroen. Gekk þaðan yfir á Tryggvagötu þar sem ég skráði mig í Alliance Francaise. Fannst reyndar frekar fúlt að tímabilið þar er frá september til september þannig að árgjaldið sem ég borgaði núna endist aðeins fram í næsta september. En ég veit að ef ég hefði ætlað að bíða þá myndi aldrei verða af því að ég skrái mig og gæti í þokkabót ekki nýtt mér safnið fyrr en eftir rúmlega hálft ár. Endaði svo þennan fyrri frídag minn í yndislegu höfuð-, beina- og spjaldhryggsnuddi. Vona að morgundagurinn verði jafngóður :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Bókamarkaðurinn klikkar ekki... frábær markaður og hægt að gera kjarakaup:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
Nákvæmlega :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn