26. júlí 2004  #
Aftur til fortíðar, Grettir og sannur snillingur!

Fórum í morgun og kláruðum afsalsmál fyrir Flókagötuna og Arnarsmárann. Vel sloppið í undirskriftum þetta skiptið, þurftum aðeins að skrifa nöfnin okkar fjórtán sinnum á einum klukkutíma. Eftir pappírsfarganið bauð nýi eigandi Flókagötunnar okkur í kaffi. Jói þurfti reyndar að drífa sig aftur í vinnuna svo að ég skutlaði honum og fór svo í kaffi á mitt fyrrum heimili. Það var mjög sérstakt að skoða íbúðina svona með allt öðrum húsgögnum. Þetta var eiginlega eins og í draumi, því þegar mann dreymir kunnuglega staði þá verða þeir alltaf frekar skrýtnir.

Sá aðra merkilega sýn í dag. Í næsta bíl við mig á ljósum var maður á jeppa. Svo sem ekki í frásögur færandi nema hann hélt á ketti milli sín og stýrisins. Og kötturinn virtist vera Grettir úr nýju Grettismyndinni. En samt lifandi. Ég gat ekki hætt að stara, þetta var einfaldlega alltof furðulegur köttur.

Svo var það enn eitt augnablikið í dag sem ég vildi óska þess að ég væri með myndavélina á mér. Ég brá mér í Smáralindina og lagði bílnum í voða fínt stæði á bílaplaninu. Í stæðinu á móti mér var bíll sem hafði verið lagt nákvæmlega þráðbeint í tvö stæði. Línan sem skildi stæðin að var nákvæmlega beint undir miðjunni á bílnum. En það fyndna var að tegundin á bílnum var Real Talent (stóð aftan á honum með málmstöfum). Og ég held einmitt að það þurfi Real Talent til að leggja bíl svona einstaklega illa... ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum