28. febrúar 2004  #
Ljúffengur Guðni

Við Hilda fórum með Rúnar Inga prins að heimsækja ofurkennarana Jóhönnu og Ragnheiði í Háteigsskóla í gær. Það var ótrúlega gaman að hitta krakkana aftur, þau voru orðin svo stór að ég efaðist um að það hefði verið í fyrra sem við vorum að kenna þeim í 6 ára bekk. Rúnar Ingi vakti mikla lukku, enda alveg einstaklega sjarmerandi!

Strax og ég kom heim úr Háteigsskólanum heyrði ég í Eddu frænku og fékk far með henni og Selmu á Selfoss. Fyrst litum við inn hjá Vilborgu og fengum dýrindis veitingar :)

Um kvöldið fórum við mamma og Guðbjörg út að borða á Steikhúsið. Við fengum okkur Guðna Ráðherra sem er ljúffeng lambasteik með rjómasveppasósu og bakaðri kartöflu. Virkilega gott. Mér skilst að Guðni sjálfur hafi einhvern komið á Steikhúsið og pantaði sér þá einmitt þennan nafna sinn :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
1. mars 2004 16:35:03
Tíminn!
Já, er ekki tíminn ótrúlega fljótur að líða? Gott hjá ykkur að heilsa upp á æfingabekkinn ykkar ;)
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum