3. apríl 2004  #
Flensa, bíómyndir og kynþokkafullir fótboltaguttar

Jæja, Klúbburinn verður án mín í kvöld á rauðvíns- og videokvöldi Assa :( Ég er ótrúlega svekkt enda búin að hlakka mikið til að horfa með þeim á fyndnustu myndir allra tíma og borða kínamat. M.a. ætla þau að horfa á Some Like it Hot sem var uppáhaldsmyndin hans Freddie Mercury, löngu kominn tími til að ég sjái myndina! En ég er í staðinn heima með hálsbólgu og hita að borða sólhatt og verkjatöflur. Fúlt. Hundfúlt :(

Kannski veiktist ég í labbitúrnum mínum í gær. Ég rölti yfir á Pizza Hut til að fá mér eitthvað skemmtilegt að borða meðan Jói var að heiman að læra með skólafélögunum. Á leiðinni heim fór ég á videoleiguna og náði mér í Overboard sem ég merkilegt nokk hef bara aldrei séð áður. Þrælskemmtileg mynd, ekta svona mynd fyrir mig ;) Eini gallinn var að DVD-diskurinn var rispaður svo að myndin fraus inni í miðju. Ég gat klárað hana með því að fara í Scene Selection og velja næsta atriði en missti samt úr eitthvað þarna á milli.

Ég naut þess þó að horfa á fótboltaleik á RÚV í dag. Ekki af því að mér finnist íþróttin sjálf svona rosalega skemmtileg heldur voru leikmennirnir eitthvað svo myndarlegir og flottir. Leikmenn Kaiserslautern voru í sérlega þröngum bolum og ég fékk fiðring í hvert skipti sem hinn myndarlegi Bjelica skokkaði framhjá ;) mmmmmm Svo voru sýnd mörk vikunnar, en það er eiginlega skemmtilegra heldur en leikirnir sjálfir því þegar bara mörkin eru sýnd þá er mun meira af nærmyndum af leikmönnunum :) Þarf að tékka betur á boltanum um helgar hehe

Um miðjan daginn brá ég mér í Lyfju til að ná mér í c-vítamíns-/sólhattstöflur. Kom einnig við á videoleigunni til að skila myndinni. Ég hef áður í þessu bloggi kvartað yfir þjónustu Videohallarinnar hvað verðmerkingar varðar. Núna vil ég hins vegar hrósa þeim, því þeir létu mig hafa fría spólu í sárabætur fyrir rispaða, skemmda diskinn :) Ég hélt áfram í 80´s fílingnum og tók Lögregluskólann 2.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
4. apríl 2004 12:42:18
Vonandi er þér batnað! Það var nú alveg ómögulegt að þú komst ekki. Þetta var bara hið ágætasta kvöld samt, fínar myndir... Some like it hot eins góð og svarthvít mynd getur nokkrun tíma orðið hmmmm.... Og Airplane, VÁ ekkert SMÁ fyndin hahahahahahahahahahahahahahaha. Verðum bara að gera eitthvað svona aftur fljótlega :)
Þetta lagði Theó í belginn
7. apríl 2004 15:51:48
Overboard
Á ég að trúa þessu?? Ég á meira að segja Overboard á DVD og hún er fullkomlega í lagi... þú færð hana lánaða hvenær sem þú vilt ;) ...og þá gætirðu alveg eins tekið Shooting fish í leiðinni því hún er sko æði skæði!!
Þetta lagði Stefa pefa í belginn


Týpískt
Er þetta ekki týpískt fyrir mig? Nú er ég að veikjast, með beinverki, særindi í hálsi og fleiri skemmtilegheitum. Einkennin jukust eftir Gettu Betur í gær. Það tekur nefnilega á að sjá svona úrslit... Vonandi þarf ég ekki að eyða páskafríinu í eitthvað svona rugl og vonandi vonandi verð ég skárri fyrir kvöldið svo ég komist í "hlátursprengjuna á rauðvíns og videokvöldi Assa" í kvöld. Er tilbúin með rauðvínið og alles!

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
3. apríl 2004 19:02:26
Elsku Sigurrós mín!
Ég tek ekki í mál að þú eyðir páskafríinu svona. Þú verður að galdra þetta úr þér. Ekki gleyma að þú ætlar að koma til að halda mömmu selskap eftir helgina. Ég hlakka til að sjá þig.
Þetta lagði mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum