|
30. janúar 2004 # Smávegis röfl á annars góðum degi :) Fór í Videohöllina fyrr í kvöld og náði mér í stelpumynd. Algjör B-mynd með fullt af öfga lélegum bröndurum en samt soldið sæt. Ekki eitthvað sem ég mun nokkurn tímann nenna að sjá aftur. En ég ætla nú ekki að kvarta meira. Sérstaklega eftir svona afkastamikinn og fínan dag í vinnunni. Við fengum loksins starfsdag í skólanum (í annað skipti frá skólabyrjun) og í þetta skiptið var þetta alvöru skipulagsdagur með aðeins einum stuttum fundi en ekki fræðslu- og fundadagur eins og síðast... Við settum niður fullt af hugmyndum og erum í góðum málum a.m.k. fram að næsta starfsdegi og raunar mun lengur :) Löndin mín Hér má sjá mitt heimskort. Ég hef farið til 9 landa og samkvæmt þessu hef ég þar með heimsótt 4% af löndum heimsins. Eitthvað gefur kortið þó ranga mynd þar sem ég hef aðeins heimsótt brot af Bandaríkjunum og Kanada en fæ samt hálfa heimsálfu inn á kortið. Einnig virðist sem ég hafi heimsótt fjöldann allan af litlum eyjum út um allan heim, aðeins vegna þess að þær tilheyra öðrum löndum sem ég hef heimsótt. Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Heyr heyr
Ég er alveg sammála þér með flokkun á videospólum, ég vil sér flokk með sætum og rómó myndum. Áfram Sigurrós :)
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn