4. apríl 2004  #
Sigurlaug söngstjarna

Söngkeppni Framhaldsskólanema var haldin með pompi og prakt í Kaplakrika í gær. Kynnar kvöldsins voru hrein og bein hörmung, ég hefði viljað senda þá heim með fíflaverðlaun kvöldsins. Söngurinn hjá þátttakendum var upp og ofan og hef ég nú sterkan grun um að í mörgum tilfellum hafi trekktum taugum verið um að kenna. Mér fannst orð Barða Bang Gang í lokin algjör óþarfi, þvílíkur Simon Cowell-wannabe!
Mér fannst MH-lagið hundleiðinlegt en stelpurnar sungu það virkilega vel og þetta er nú söngkeppni en ekki söngvakeppni svo þær voru vel að sigrinum komnar (ætli þær þurfi að borða páskaeggið saman og skiptast á að nota gemsann? svona þar sem þær eru tvær...).
Ég var hins vegar frekar svekkt að ME skyldi ekki vinna. Sigurlaug Jónsdóttir söng ótrúlega vel og er með fullkomið vald á röddinni. Þarna voru heldur engar trekktar taugar á ferð og hún gjörsamlega átti sviðið. Alvöru söngstjarna með réttu framkomuna. Hún beinlínis geislaði. Þessi er á sömu skoðun og ég hvað ME varðar og þessi virðist líka hafa veðjað á ME auk annarra skóla. Ég skil engan veginn af hverju hún lenti ekki í neinu sæti. Nú vona ég bara að við sjáum Sigurlaugu í næstu IDOL-keppni!


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
4. apríl 2004 16:25:08
Kynnarnir
Kynnarnir í ár voru þó mikið betri en í fyrra.
Þetta lagði Eygló í belginn
4. apríl 2004 17:12:53
Guð minn góður, hvernig er það eiginlega hægt? Hversu slæmir voru þeir þá í fyrra...???
Þetta lagði Sigurrós í belginn
6. apríl 2004 18:00:32

Frumsamdalagið hjá Guggu frænku var best;)
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum