4. júní 2004  #
Hasar Potter

Langþráð stund í kvöld. Loksins komið að nýrri Harry Potter mynd. Keypti miðana í forforsölu fyrir nokkru og geymdi þá í bankahólfinu í neðanjarðarbyrginu. Eða þeir voru á ísskápnum ;)
Mættum 55 mínútum áður en myndin byrjaði. Stóðum í 30 mínútur í þvögu (vorum sko ekki fyrst!) og sáum síðan auglýsingar í 25 mínútur. Það er mikið sem maður leggur á sig...
Myndin var vel gerð og flott, og í rauninni eins góð og svona stutt mynd upp úr svo langri bók getur orðið. Mikið vildi ég samt óska að það tíðkaðist að búa til 4-5 tíma langar myndir svo að hægt væri að gera söguþræðinum almennileg skil eins og bækurnar eiga skilið. En það er víst ekki líklegt að það gerist. Ég verð bara að sætta mig við að hafa myndirnar sem smá sjónrænan viðauka við gersemisbækurnar sjálfar.
Ætli ég endi þessa færslu ekki bara á því að vera leiðinleg og benda fólki á að fara ekki með of ung börn á myndina, vitsugurnar virðast mjög vel til þess fallnar að veita martraðir. Svo virðist einnig sem fleiri hættur leynist í bíósalnum, ein lítil dama var næstum köfnuð á sælgætismola, ældi á gólfið og pabbinn rauk með hana út.
Já, það var sko hasar í kvöld.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum