5. október 2004  #
Sjálfsögð mannréttindi!
Ég fylgdist með Bettý í Kastljósinu áðan en þar var verið að ræða túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa. Þetta er virkilega mikilvægt málefni sem þarf að kippa í liðinn. Það gengur auðvitað ekki að heyrnarlausir fái ekki betri þjónustu en þetta. Rétt eins og aðrir þurfa þeir að fara til læknis, fara í banka, kaupa og selja fasteignir og mæta á foreldra-, hús- og starfsmannafundi. Rétt eins og aðrir vilja þeir horfa á sjónvarpsþætti (íslensk dagskrárgerð á ekki bara að vera fyrir heyrandi fólk) og fylgjast með því sem er að gerast í fréttum. Rétt eins og aðra langar þá að fara á skemmtileg námskeið, mæta á fyrirlestra og fara á árshátíðir og aðrar skemmtanir. Og auðvitað svo margt margt fleira. En þessir þættir, sem við heyrandi tökum sem sjálfsögðum hlut, eru heyrnarlausum lokaðir. Hvað gagnast að mæta á fyrirlestur ef þú heyrir ekki hvað sagt er og enginn er til staðar til að túlka? Hvað gagnast að horfa á Kastljósið, Gísla Martein eða Sirrý ef það er enginn texti?
Heyrnarlausir mótmæltu við alþingishúsið í gær og blésu í flautur. Vonandi blés það einhverju viti inn í kollinn á þeim sem inni sátu. Samkvæmt Félagi Heyrnarlausra þarf aðeins 10 milljónir til að bæta þjónustu við heyrnarlausa til muna. Það hefði kannski verið hægt að nota eitthvað af öllum þeim fjármunum sem fóru í að drösla stærðarinnar ísjaka til Frakklands...
The image ?http://sigurros.betra.is/img/blogg/fingrastafrof.gif? cannot be displayed, because it contains errors.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Alþjóðadagur kennara
Kristrún skólastjóri bauð okkur kennurunum heim til sín í hádegiskaffi í dag. Það var vel mætt og gaman að hitta alla. Veitingarnar voru afar ljúffengar svo að enn var borðað... ;) Og það var tilvalið að hún skyldi hafa boðið einmitt í dag, því í dag er alþjóðadagur kennara :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Morgunkaffi
Kennararnir á yngsta stiginu í Hlíðaskóla komu í morgunkaffi til mín í gær. Við sinntum tveimur uppáhaldsáhugamálum okkar, þ.e.a.s. að tala saman og borða ;) hehe
Skemmtilegur morgunn :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
5. október 2004 14:32:37
Mér finnst frábært hvað þið eruð duglegar að hittast til þess að draga úr áhrifum verkfallsins á ykkur og hvað er betra en góður félagsskapur og gott í gogginn?
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum