|
5. febrúar 2004 # Ritlistarpúkinn Ritlistarnámskeiðið hófst í kvöld undir leiðsögn og stjórn Rúnars Helga Vignissonar. Skemmtilegur og áhugaverður maður sem gaman er að hlusta á. Námskeiðið lofar góðu enda er stefnt að því að láta okkur þátttakendurna púla, leggja fram texta og fá á okkur gagnrýni. Einmitt það sem ég sækist eftir. Ef ég vildi fá hreinræktaða fyrirlestra um ritlist og skáldskap án nokkurs tækifæris til að leggja eitthvað til málanna sjálf, þá gæti ég allt eins fundið mér handbók um þessi málefni sem ég gæti lesið ein heima í stofu. Nú er bara spurningin hvort ég hef kjark til að leyfa þessum hópi ókunnugs fólks að sjá og gagnrýna texta eftir mig. Og enn stærri spurning, hvort ég hef kjark til að vera ég sjálf og skila inn því sem mig langar mest til að skrifa...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Um að gera að vera bara maður sjálfur, færð mest út úr þessu þannig :)
Þetta lagði Eygló í belginn