6. nóvember 2004  #
Lasarus
Það er munur að búa í þriggja mínútna akstursfjarlægð frá Læknavaktinni þegar maður fær kinnholubólgu með reglulegu millibili! Er alla vega komin með sjöundu kinnholubólgu þessa árs og miðað við að enn eru tæpir tveir mánuðir eftir af árinu þá ættu svona 1-2 í viðbót að ná að smygla sér inn. Held ég gerist áskrifandi að fúkkalyfi svo ég þurfi ekki alltaf að borga komugjald á Læknavaktina til að verða mér úti um lyfseðil...
En þrátt fyrir að vera í aðeins þriggja mínútna fjarlægð frá Læknavaktinni er samt grátlegt að þurfa að eyða þar rúmum klukkutíma, þ.e. 30-40 mínútum á sjálfri Læknavaktinni og svo 20-30 mínútum að bíða eftir afgreiðslu í apótekinu... En svona er þetta þegar margir Lasarusar eru samankomnir til að hitta lækni ;)

Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
7. nóvember 2004 17:50:32
Þetta er orðin æsispennandi veikindasaga hjá þér Sigurrós:-)
Þetta lagði Sigrún í belginn
7. nóvember 2004 19:23:49
Já, ég veit eiginlega ekki hvernig þetta endar...
Þetta lagði Sigurrós í belginn
7. nóvember 2004 21:51:41
lassarussar
Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera lasarus. Vona innilega að þú farir að vaxa útúr þessu. Vona svo sannarlega að þú komist hjá því að heimsækja, annars þessa ágætu og nauðsynlegu staði á næstunni.
Þetta lagði afi í belginn
7. nóvember 2004 23:58:45
Mamma
Elsku Sigurrós mín.
Við söknuðum þín í dag.
Láttu þér barna fljótt
Kveðja og knús frá okkur í Sóltúninu
Þetta lagði í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum