7. október 2004  #
Góður dagur :)
Hóf daginn á frábærri Heiðmerkurgöngu ásamt samkennurum mínum. Við erum dugleg að ganga þessa dagana. Við gengum í kringum Vífilsstaðavatn og nuttum náttúrunnar og veðurblíðunnar. Alveg yndislegt :) Að því loknu bauð Helga Ingibergs okkur í hádegisbröns heima hjá sér en við vorum orðin frekar svöng eftir gönguna góðu.
Eftir að hafa setið dágóða stund hjá Helgu og rætt verkfallsmál og fleira þá fórum við nokkrar í verkfallsmiðstöðina til að heyra hvort eitthvað væri að frétta. Það var ekkert að frétta í bili.

Ég fór í Sorpu áður en ég sótti Jóa enda vorum við fyrir nokkru búin að fylla bílinn af flöskum, dósum og dagblöðum sem við höfum svo ekki gefið okkur tíma til að losa okkur við. Dósirnar og flöskurnar vorum við ekki búin að telja enda nenni ég ómögulega að standa í einhverri dósatalningu og veseni því við drekkum svo lítið af gosi. Fyrsta árið okkar á Flókagötunni söfnuðum við dósum og flöskum í eitt ár og fengum alveg heilan þúsundkall fyrir... Svo að ég sagði piltunum í Sorpu að ég væri ekkert búin að telja þetta, vildi bara losna við flöskurnar. Þeir bentu mér á að setja þær þá í gáminn sem skátarnir eiga og ég gerði það. Safnast þegar saman kemur hjá þeim :)

Við Sigrún gerðum sko ekki mistök með því að fara í bíó í kvöld. Fórum á forsýningu á Wimbledon sem er alveg stórkostleg mynd fyrir okkur sem elskum rómantískar myndir. Helga, þú ferð á þessa um leið og þú kemur í bæinn! Svo kaupum við hana þegar hún kemur út! :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
8. október 2004 14:13:28
Æðisleg mynd- takk fyrir að bjóða mér með Sigurrós:)
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum