|
7. júlí 2004 # Enn á lífi :) Vil bara láta vita að ég er enn á lífi :) Datt í hug að þið væruð kannski komin með áhyggjur af mér þar sem ég hef ekki látið heyra í mér hérna síðan 26. júní. Það er nefnilega búið að vera mjög mikið að gera. Þann 26. júní fengum við íbúðina í Arnarsmáranum afhenta, fórum beint í að mála hana, fluttum inn þann 29. júní og rétt náðum að koma okkur fyrir áður en Jolanda og Jeroen komu frá Hollandi þann 5. júlí til að vera í 2 vikur. Netið fluttist yfir til okkar í Kópavoginum núna í morgun (ekki mjög hröð þjónusta...) svo að ég hef verið netlaus í meira en viku (sem er hræðilega langur tími fyrir mig). Ég býst samt ekki við að ná að blogga mikið núna, við erum að reyna að sýna Hollendingunum allt það markverða í nágrenninu. Kannski koma stuttir pistlar inn á milli en til öryggis ætla ég að boða bloggfall fram að 19. júlí :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
5 hafa lagt orð í belg
Til hamingju!
Til hamingju með að vera flutt, þetta gekk ekkert smá vel fyrir sig. Farið vel með ykkur. Kveðja Anna
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn
Það hafa örugglega margir verið farnir að hugsa hvort það væri ekki allt í lagi með þig, Sigurrós!
Þetta lagði Sigrún í belginn
Innilega til hamingju, Sigurrós!:) Lýst nú ekkert á bloggfall... en gott að vita ástæðu þess... you will be back!:)
Þetta lagði Bára í belginn
Til hamingju
HEf bara ekki haft tíma... en nú get ég sagt það TIL Hamingju með nýju íbúðina!! Það jafnast ekkert á við Kópavogin, þar sem Kópavogsbúar eiga svo góða granna;)
Bið að heilsa öllum
Kia Kaha
Þetta lagði Steini Frændi í belginn
19. júlí - Frábær dagur til að hefja nýtt upphaf á nýjum stað!!!
Þetta lagði mamma í belginn