9. september 2004  #
Árshátíð Klúbbsins og Assa

Árshátíð Klúbbsins og Assa var haldin með pompi og prakt síðusta laugardag og kannski kominn tími til að gera henni smá skil.

Við byrjuðum á því að skella okkur í magadans hjá Josy Zareen í Magadanshúsinu. Við dilluðum maga, rassi, öxlum og flestu öðru, lærðum að dansa með slæðu og vorum bara einfaldlega æðisleg :) Assi sló í gegn með slæðurnar og var mun sneggri en við að ná réttu hreyfingunum þar. Þrátt fyrir að vera eini karlmaðurinn á landinu til að fara í magadanstíma (skildist mér :)).

Síðan fórum við á Vegamót og fengum okkur í svanginn. Ég var ekkert sérlega svöng enda frekar nýbúin að borða hádegismat en þegar Theó fékk sér súkkulaði-brownie, og ég ætlaði að missa vitið af súkkulaðilykt, þá varð ég líka að fá mér svoleiðis. Hélt að ég myndi springa við herlegheitin en mikið óskaplega var þetta gott! ;) nammi namm Verð endilega að fara aftur á Vegamót og fá mér svona :) :)

Því næst fórum við í Smáralindina að versla birgðir fyrir kvöldið. Á leiðinni yfir á árshátíðarstaðinn komum við við í nýju íbúðinni hennar Lenu í Hjallahverfinu. Það leyndi sér ekki að þetta er hin glæsilegasta íbúð, jafnvel tóm :) Hlakka til að sjá þegar þú verður flutt inn, Lena :)

Við komum okkur og birgðunum síðan fyrir hérna í Arnarsmáranum og gerðum okkur sæt og fín. Þ.e.a.s. ennþá sætari og fínni en vanalega ;) Seinna um kvöldið var svo komið að lagaleiknum árvissa sem stjórnað er af Assa lagameistara. Við vorum öll búin að velja tvö lög á mann sem Assi brenndi svo á einn disk. Síðan var bara að giska á hver ætti hvaða lög. Ekki auðvelt, skal ég segja ykkur og það kom mér svo sem ekkert sérstaklega á óvart að ég skyldi lenda í neðsta sæti eins og síðast ;) Tókst að vera skammarverðlaunatitilinn af hörku...en þurfti reyndar að deila honum í ár ;)

Fín árshátíð :) og Bára, takk fyrir að taka svona mikið af myndum fyrir mig á myndavélina mína! :D


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
11. september 2004 19:22:24
Mig langar að prófa magadans!
:) Hvernig fer annars um ykkur á nýja staðnum? Kveðja, Anna Sigga
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn
11. september 2004 20:07:28
Okkur líður mjög vel á nýja staðnum :) En hvernig er hjá ykkur á nýja heimilinu í Hlíðunum? :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
12. september 2004 11:58:45
Hér er gott að vera!
Okkur leið alls ekki illa í Norðurmýrinni en við söknum hennar ekkert. Það er gott að vera hérna meginn við Miklubraut. Stutt á Valssvæðið, stutt í næstu skóla og bara 2,5 km. göngutúr í vinnuna mína. Semsagt frábært. :)
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum