|
11. apríl 2005 # Dyrasölufólkið og ginnkeypti kaupandinn Héðan í frá ætlar Jói að fara til dyra þegar dyrabjallan hringir. Það er nefnilega svo dýrt að senda mig. Um daginn kom dyrasölumaður með alls kyns engla, styttur og kertastjaka. Ég keypti rosa flottan veggkertastjaka úr keramik til að hengja á vegg inni í svefnherbergi. Í dag kom svo hollensk (eða var hún kannski pólsk?) stúlka að selja teikningar til að styrkja námsdvöl sína hér á Fróni. Hjartað bráðnaði auðvitað og ég fann til mikillar löngunar til að styrkja þessa fátæku námsmær, fyrir utan það hvað myndirnar hennar voru ótrúlega magnaðar! Hún tók því miður ekki kort eins og kertastjakamaðurinn svo að ég brunaði bara niður í hraðbanka og aftur heim. Myndin verður römmuð inn og fer á sama svefnherbergisvegg og kertastjakinn. Já, ég held að það sé betra að Jói fari til dyra næst... ;) Samt finnst mér eitthvað svo skemmtilegt og nostalgíulegt við svona dyrasölufólk - gaman að vita að þetta skuli ekki vera alveg útdauð stétt. :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
á tímum tækninnar...
...þá finnst mér kósí að það sé ennþá til fólk sem labbar í hús með söluvarning...
kveðja úr sólinni í Köben,
Þetta lagði Lóa í belginn
Hehe á mínum bæ er það öfugt....Jónas fór til dyra og keypti mynd af stelpunni.....við Jói erum greinilega "ákveðnu" aðilarnir í sambandinu...hahaha nei nei þetta voru rosalega flottar myndir hjá henni en ég sagði NEI við englastyttukallinn :Þ
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn