12. mars 2005  #
Litla stúlkan með kókið
Fór í gær í Bónus til að hamstra ódýrt kók fyrir brúðkaupið í sumar. Það reyndist hins vegar snúnara en ég hélt því það mátti bara tvær kaupa tvær tveggja lítra kók á ódýra verðinu. Þrátt fyrir örtröðina og hamaganginn í Bónus þá var ég í rólega, yfirvegaða sólskinsskapinu mínu svo að ég ákvað bara að byrja á tveimur flöskum og fara svo bara nokkrum sinnum í biðröð til að ná fleiri flöskum. Í annað skiptið var ungur maður á undan mér sem ekki var að kaupa kók og mér til mikillar gleði sá ég tvær flöskur sem höfðu verið skildar eftir rétt hjá kassanum. Svo að ég lét manninn hafa hundraðkall til að kaupa flöskurnar tvær fyrir mig. Í þriðju ferðinni fékk ég aðstoð ósköp almennilegra unglingspilta sem voru ekki heldur að kaupa kók. Í fjórðu ferðinni keypti ég hins vegar bara tvær. Er mjög ánægð með útkomuna, náði í 12 flöskur á aðeins 600 kr. í stað 2400 kr. Kannski ekki mesti sparnaður í heimi miðað við heildarútgjöld fyrir brúðkaup en mér fannst ég samt hafa gert rosa góð kaup! :)

Í morgun fór ég á ráðstefnu í Gerðubergi sem kallaðist "Þetta var nú ósvikin saga" og fjallaði um ævi og ævintýri H.C. Andersen. Flutt voru fjögur mjög áhugaverð en nokkuð ólík erindi. Einnig var fluttur stuttur bútur úr leikritinu Klaufar og kóngsdætur sem sýningar eru að hefjast á í Þjóðleikhúsinu. Þessi stutti bútur var ekki nema svona 10 mínútur en samt nóg til þess að mig langar virkilega á sýninguna. Einhver sem vill koma með mér? :)

Seinna í dag lá leiðin svo í Kringluna en nú til að byrja að leita að brúðarskóm. Þar sem ég ók eftir Reykjavíkur-/Hafnarfjarðarveginum þá leiddi ég hugann eitthvað að Bústaðaveginum og mundi þá skyndilega að það var bókamarkaður í Perlunni. Hvort haldið þið að ég hafi gert fyrst, farið í Kringluna til að skoða skó eða í Perluna til að skoða bækur? Já, þið þekkið mig greinilega alveg - ég fór í Perluna á bókamarkaðinn... ;) Og hvernig bækur haldið þið að ég hafi keypt? Jú, jú, rétt aftur, eruð þið skyggn eða hvað? Ég keypti auðvitað barnabækur :) Keypti tvær Litla Lása bækur (sem ég elska og er mjög ánægð með að nemendur mínir eru líka hrifnir af), Á baðkari til Betlehem og eina teiknimyndasögu þar sem lesandinn stjórnar atburðarásinni sjálfur. Svo fór ég í Kringluna til að kaupa skó en fann ekkert af viti. Eins gott að ég reyni við öll tækifæri að skoða skó og leita því það er sko ekki auðvelt fyrir mig að finna skó sem mér finnast fallegir og eru þægilegir.
Svona til að bæta mér upp skóvonleysið í Kringlunni þá settist ég inn á Kaffi Roma sem er á móti Eymundsson. Fékk þar frábært Snickers-stykki og Eplatrópí. Mæli með þessu kaffihúsi, mjög huggulegt og fullt af góðu að borða. :)

Glöggir lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir að þessi færsla er mjög lík færslunni sem ég var að birta á brúðkaupsvefnum. En samt ekki eins. Ég hef bara svo mikla þörf fyrir að tjá mig að sumir hlutirnir eru að koma fram á báðum vefjum. Svona til þess að það heyri örugglega allir í mér ;) hehe

Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
12. mars 2005 23:09:08
Ég gat svarað öllum spurningunum rétt :) Það var ekki spurning um að þú tækir bækur framyfir það að leita að skóm. Þú annarsvegar og skókaup hinsvegar hefur einhvernveginn aldrei lent á sömu bylgjulengd.
Þetta lagði Ragna í belginn
13. mars 2005 17:27:41
það gleður mig ekkert meira en góð skókaup... einskonar alsæla;) gangi þér vel
Þetta lagði Ingunn í belginn
15. mars 2005 11:00:16
Þú hefðir nú átt að fá lið með þér í Bónus í kókkaupin! Við Theó hefðum nú alveg farið nokkrar ferðir!!;)
Þetta lagði Lena í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum