|
13. maí 2005 # Bleeeh... :S Vonandi voruð þið ekki farin að halda að áreksturinn við glerhurðina í Smáralindinni hafi gert mig ófæra um að blogga í lengri tíma, það er nú bara einhver leti búin að vera að hrjá mig síðustu viku ;) og svo núna er það lasleiki sem hefur náð yfirhöndinni. Sit hérna lasin við tölvuna þessa stundina. Var heima í gær með hita og hálsbólgu en þorði ekki annað en að mæta í morgun til að fara með bekkinn minn í skrúðgöngu frá skólanum yfir í Öskjuhlíð þar sem skólinn fékk grenndarskóginn formlega afhentan. Samkennarar mínir skömmuðu mig nú smá fyrir að mæta veik til að arka í skrúðgöngu en hvað getur maður gert, maður er nú ómissandi... skrúðgangan hefði örugglega farið út um þúfur án mín... ;) Ég dúðaði mig samt alveg, keyrði prjónaflíshúfuna ofan í augu og var eiginlega svo hlýtt að ég var rennandi á bakinu þegar ég kom inn aftur. En um leið og ég var búin að koma krökkunum aftur upp í skóla og út í frímínútur þá fór ég aftur heim og upp í rúm. Á morgun er svo árshátíð D-bekkjarins en það virðast vera örlög mín þetta árið að fara á mis við allar árshátíðir :( Var einmitt veik í febrúar þegar Hlíðaskóli hélt sína árshátíð. En þó ég komist nú ekki með í sundið og útivistina með D-bekknum á morgun, þá ætla ég alla vega að mæta um kvöldið og reyna að vera hress. Einhver verður jú að sjá um myndatökuna ;) hehe Þessi tilhneiging sem ég hef til að vera veik þegar eitthvað skemmtilegt eða mikilvægt stendur til veldur mér nokkrum áhyggjum... ætla sko ekki að vera veik þann 9. júlí næstkomandi!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!